"Ertu-ygla"

Það er aldeilis flott nafnið  sem  grasmaðkarnir eru búnir að fá núna.  Ég hef dundað við að hrista þessi kvikindi af trjánum í Mýrinni undanfarnar vikur, en annars hef ég ekki rekist á þá í fimmtíu ár.  Fyrir svona löngu síðan var árvisst viðfangsefni okkar systkina að safna grasmöðkum - bara til gamans - þeir voru fallegir á litinn og rúlluðu sig svo flott upp þegar maður handlék þá.

Svo núna í sumar birtast þeir allt í einu og fara að éta trén mín í Mýrinni. Mér fannst vanta í fréttina í sjónvarpinu í kvöld, frekari umfjöllun og lýsingu á hegðun þessarra kvikinda.  Nú heldur fólk sjálfsagt að þeir komi fljúgandi og setjist að í görðum, en það gera þeir ekki. Þeir eru fyrst og fremst í grasi og þar sem trjágróður er í miklu grasi, eins og t.d. víðirinn minn, skríða þeir upp á greinar og blöð til að fá sér að éta. Í veðráttu eins og nú er held ég að þeir séu að leita eftir safaríkari fæðu og fari þess vegna svona mikið upp úr grasinum.

Ekki hef ég hugmynd um hvað verður úr þeim á endanum, maður gæti haldið einhverskonar fiðrildi, en ég er bara ekki nógu fróð í ormafræðum. Ég tíndi nokkra um daginn og gaf tengdasyninum fyrir beitu, en ég held hann hafi ekkert veitt. Það þarf samt ekki að vera ormunum að kenna, kannski var bara enginn fiskur.

Ég lánaði líka litlum börum ílát og hvatti þau til að safna grasmöðkum. Það er ágæt dægradvöl í sveitinni þar sem stundum þarf að finna eitthvað nýtt að gera.  En þetta er hvimleiður fjandi, þeir éta toppana af sumum tegundum, mest að alaskavíði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

"Skemmtilegast" var að ílátið gleymdist í bílnum þegar heim var komið, daginn eftir voru þeir um allan bíl að leita að víðiblöðunum þínum

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 20.8.2007 kl. 00:59

3 identicon

Já meir að segja grasmaðkar fá svona " flott heiti" eins og Ertuygla.. magnað.. það er verið að búa til titla út um allt á íslandi greinilega. Ætli pöddufælna fólkið í henni Reykjavík sé minna " hrætt" við Ertuyglu en grasmaðk. Þetta er verðugt ransóknarverkefni. Ég kanski bara fer í þetta að ransaka þetta nánast hér með...

Erla Björg (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 11:22

4 identicon

Mér finnst eins og þetta flotta nafn á grasmaðkinum sé meira eins og spurning. Ertu Ygla?. Mér hefur aldrei þótt þessi maðkur skemmtilegur frekar en annað sem skríður hvort sem hann heitir eitthvað sérstakt eður ei. Kv

G.Hr. (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 11:50

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já víst er það hvimleitt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.8.2007 kl. 16:08

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Erla Björg - reyndu þá að komast að hvers vegna þeir eru svona rosalega margir á Rangárvöllunum. Það verður þokkalegt þar þegar allir  ormarnir verða að fiðrildum. Fiðrildi sækja í ljós á kvöldin. Það verður eins og að búa í hryllingsmynd að vera bóndi í þeirri sveit í september.

Gunný - ég hugsaði þetta einmitt og sleppti þess vegna spurningamerkinu. Það er svona ýmislegt sem kennt er við ertur, eða baunir það má gera gaman úr því. Ertu padda? 

Helga R. Einarsdóttir, 20.8.2007 kl. 20:17

7 identicon

jæja.. nú er ég búin að fara á stúfana.. Ertu- ygla og grasmaðkur er ekki það sama er mér sagt. Ertu yglan er græn og ljós undir.. grasmaðkur er svartur ofan á og ljós undir. En lifa báðir á svipuðu fæði.. Hann hefur verið plága í Skaftafeellssýslu undanfarin ár og er núna að færast nær höfðborginni. Hann er í Rangárvallasýslunni núna og er að færast nær og nær Reykjavíkinni. það er svo gott veður búið að vera að það er þess vegna sem að hann hefur náð að fjölga sér svona svakalega. Sem þýðir það líklega að næsta ár ef að það kemur ekki alminnilegur vetur á okkur með gríðarlegu frosti verður enn meira af þessum kvikyndum. Þetta fræddi hún Gugga í "grænu höndinni" mig á.

Erla Björg (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 18:20

8 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Maðkarnir í mýrinni eru bæði svart og græn röndóttir. Ég hef tekið etir að þeir skipta lit eftir því hvar þeir eru að éta hverju sinni. Á þingvíði t.d. sem er frekar ljós þetta árið af því áburðurinn hefur ekki komist ofaní jörðina, eru þeir græn og gul röndóttir. En á Alaskavíðinum frekar svartir og gulir. Svo eru þarna líka örlitlir ormar, einhvernvegin brúnleitir með fallegu mynstri á bakinu. Þeir aðlaga sig líka og eru misbrúnir eftir því hvað plönturnar eru dökkar eða ljósar. Þegar þeir skríða áfram draga þeir sig saman og setja upp kryppu, líta út alveg eins og skeifa áður en þeir rétta úr sér og taka næsta skref. Þessir ormar voru til eingöngu grænir í gamla daga. Alla vega man ég ekki eftir þeim brúnum fyrr en núna. Hafðu það sem best Erla mín og skilaðu kveðju til kartöflubóndans.

Helga R. Einarsdóttir, 22.8.2007 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband