17.8.2007 | 20:28
Fjórar rollur og tveir hestar
Eins og áður sagði var ég í dag á faralds fæti í Flóanum. Það er alveg merkilegt hvað margt er í kringum okkur sem fáir vita um. Þessi gönguleið er frábær og það eru til fleiri slíkar, alveg á næstu grösum.
Veðrið í dag var eins og best gat verið, logn og léttskýjað, en ekki stöðugt sólskin. Það var eitt sem við tókum sérstaklega eftir. Kyrrðin, þögnin, Það var ekkert um að vera. Við vorum á beitilandi í miðri sveit og sáum til bæja, túnin voru slegin og hirt, en aðeins á einum stað sáum við eitthvert líf. Það var verið að keyra heim rúllur, líklega að Dalsmynni.
Sennilega var það líka í landareign Dalsmynnis eða Hurðabaks sem við sáum rollurnar. Eina tvílembu og aðra lamblausa. Og þegar við vorum að koma á leiðarenda við Orrustudal heyrðum við hneggjað á eftir okkur og sáum þar hest koma skokkandi allfjarri. Hann nálgaðist fljótt og við biðum. Brúnn, tvístjörnóttur og hann fékk stroku á snoppuna. Annar fylgdi svo á eftir brúnskjóttur, svona alvöru indíánaskjóttur. Hann var ekki eins kumpánlegur. Hljóp framhjá í stórum sveig. Þetta var nú allt lífið sem við sáum á þriggja tíma göngu um úhaga Flóans.
Einn steindepil sáum við vestan við Þingdal og svo líka lóu á þúfu. Annars heyrðum við ekki í fuglum. Hvar eru allir mófuglarnir? Er tófufjandinn búin að éta þá? Ég veit að hún er komin niður í sveitirnar, en að allir fuglar séu þar með horfnir er ótrúlegt.
Við fórum svo hjá bæjum eftir að við komum á veginn, en hvergi var fólk að sjá. Eina gröfu og vörubíl sáum við hjá gryfjum, þar hljóta að hafa verið menn í, en hvergi svona alvöru sveitafólk við útiverk eða krakkar að leika sér. Hvergi beljur á túni. Er þetta eðlilegt?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er eins og skrítinn draumur. Gott að vera út í kyrrðinni en engir fuglar og ekkert líf nei það er varla eðlilegt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.8.2007 kl. 12:42
Þessu tók ég einmitt eftir þegar við ókum um Skagafjörðinn, ekki sálu að sjá neins staðar utan nokkrar rollur og hross. Ég spyr, hvar er allt fólkið?
Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 12:46
Seinni slætti lokið og allir inni að leggja sig? Það útskýrir reyndar ekki fuglaleysið en þetta er kenning ...
Rúnarsdóttir, 19.8.2007 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.