Ég gekk Ásaveginn í dag

DSCF3758
Frábær ferð. Sex kílómetrar og sagt að tæki tvo tíma. Við Elísabet(Mýrarljós) vorum þrjá tíma, hefðum alveg með góðu móti komist á einum og hálfum, en við vorum með nesti sem þurfti að borða og svo var ekki auðvelt að ganga bara framhjá öllum berjunum. Bláber í haugum á lynginu sem var í mátulegtri hæð við götutroðningana. maður þurfti ekkert að beygja sig. Þetta er frábær leið, auðveld og skemmtilegt útsýni til allara sveita á Suðurlandi. Þó fannst okkur lítið sjást af Tungunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Duglegar! Og flott mynd.

Takk fyrir pössunina í dag. Ég fattaði þegar við komum heim að DNG var örugglega svona erfið því að hún var svo þreytt og svo er hún líka að taka tennur. Við komum í heimsókn á morgun.

Josiha, 17.8.2007 kl. 21:27

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Mér datt það nú reyndar í hug að hún væri þreytt. Þegar við sátum og horfðum á video í tölvunni held ég að hún hafi "dregið ýsur" einu sinni eða tvisvar.  Kannski veistu ekki hvað það þýðir - svona þegar augun hálflokast. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 17.8.2007 kl. 22:23

3 identicon

Ó já.. duglegar :o)

 jahá.. ótrúlega flott mynd... miðað við að ég sá ekkert á skjáinn þegar ég tók hana!!!

Helga (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 23:25

4 identicon

Dj........ eru við góðar

mýrarljósið (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 18:08

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Já Ljósið mitt víst erum við flottar. En það er smá "problem", þegar ég lét myndirnar úr vélinni í tölvuna, voru þær svo sem nógu góðar - en engin af mér!  Þegar frá eru taldar þær sem Helga tók er bara aldeilis eins og ég hafi ekkert verið í þessu ferðalagi.  

Helga R. Einarsdóttir, 18.8.2007 kl. 18:51

6 identicon

Bætum úr því.  (Hvað varð um þessar í prílunni?)

mýrarljósið (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband