Vinnukona í Reykjavík

Það er ekki svo galið að fara öðru hvoru í allt önnur spor en venjulegast er. Ég var framan af vikunni heimavinnandi barnfóstra í höfuðstaðnum. Þar hef ég ekki haft aðsetur síðan veturinn sem ég stundaði nám í Húsmæðraskólanum við Sólvallagötu - það er langt síðan. Ég var í þetta sinn búsett í rótgrónu hverfi, sem ég reyndar gisti stundum þegar ég var ákaflega ung, sennilega um það bil 10 ára.

Þarna hefur lítið breytst síðan, ég fann meira að segja húsið sem ég var í þá og trén eru flest þau sömu, eldgömul og virðuleg. Ég fann inní mér hvernig var á kvöldin í myrkrinu þegar við máttum vera úti svolítið frameftir.

Ég fór í búðina, sem var nú líklega ekki til í gamla daga, ég myndi örugglega eftir henni. Lítil búð kaupmannsins á horninu, heitir núna einhverskonar "Kjör", en hefur örugglega átt mörg nöfn áður. Þarna sat afgreiðslukonan fyrir innan búðarborðið, alein í peysu frá Póstinum, Ég fékk hálfgert samviskubit þegar ég keypti alla fjóra bananana sem voru til, flatkökurnar voru frá H.P. á Selfossi og ofaná frystinum var miði þar sem stóð að mætti taka þar ókeypis brauð handa tilfallandi öndum eða öðrum fuglum.

Konan kvaddi þegar við fórum út og það gerðum við auðvitað líka. Svona búðir eru nauðsyn í öllum hverfum, þó lítið og fátt sé að finna í hillunum bæta samskipti nágranna og afgreiðslufólks það margfalt upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Ég var hér, Lalli farinn til "græna" landsins í eltingaleik við ísbirni .

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 17.8.2007 kl. 11:28

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það er gott að svona staðir eru enn til í Reykjavík. Gaman að lesa þetta.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.8.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband