12.8.2007 | 12:49
Ég má fá en ekki hinir
Mér finnst það meinbægni hjá þeim í Þorlákshöfn að vilja ekki leyfa Landeyingum að fá höfn. Auðvitað á að stækka höfnina í Þorlákshöfn, en Bakkafjöruhöfn má bara verða til líka. Það er kominn tími til að Fjallamenn og Landeyingar geti róið til fiskjar án þess að leggja sig í stórhættu. Þeir fórust ekki svo fáir þarna á árum áður. Það eru heldur ekki mörg ár síðan strákar úr Vestmannaeyjum fóru í konuleit undir fjöllin á tuðrum. Þeim varð ekkert of vel ágengt, stelpurnar voru skíthræddar við þennan ferðamáta.
Bakkafjöruhöfn höfn gæti stuðlað að kynbótum í eyjum, sem væri bara gott.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir þetta með þeim. Auk þess sem Þorlákshöfn er engin öndvegishöfn að heldur. Heyrði nýlega sögu af því að Herjólfur hefði lenti í einhverjum kröggum í landtöku þar og skipstjórinn hefði frosið þegar hann sá að hverju fór. Einhver undirmaður stökk til og bjargaði því sem bjargað varð en það stóð svo naumt að sá sem bjargaði mælti ekki orð af vörum næsta sólarhring.
Kannski er þetta lygi. En svona gengur sagan.
Hann afi minn frá Stóru-Hildisey -- langafi þinn -- sem var sjómaður umfram allt annað, varð að lofa því þegar heimsætan frá Hvammi lofaðist honum, að hætta allri sjósókn. Mér skilst að hann hafi staðið við það og púlað upp á kúgrasið í Landeyjum þangað til amma var öll. Þá leið ekki á löngu áður en hann fór á sjóinn aftur, en flutti þá til Vestmannaeyja og bjó þar við sjósókn það sem hann átti eftir. En lét undir höfuð leggjast að stunda kynbætur þar.
Sem var, held ég, bara gott.
Sigurður Hreiðar, 12.8.2007 kl. 22:38
-- Ég hef verið orðinn eitthvað sybbinn í gærkvöld, þegar ég sló inn ofanskráða athugasemd. Hún átti náttúrlega að hefjast á því að ég tæki undir með þér, ekki þeim!
Fyrir utan annað er sjóleiðin milli Bakka og Eyja mun styttri en milli Þorlákshafnar og Eyja. Og því lengur sem maðurinn hefur fast land undir fótum því betra. Það er margsannað mál!
Sigurður Hreiðar, 13.8.2007 kl. 07:56
Þetta er nú athugasemd við athugasemd Sigga Hreiðars Helga mín. Hmm. Hafið þið ekki lesið blöðin hans pabba? Hvað var afi að gera úti í Eyjum vertíð eftir vertíð ?? Varla í kúgrasinu. Kannske bara í beitingu og aðgerð?? Ég hef lengi haft hann grunaðan um að hafa átt vingott við Imbu í Eyjum löngu áður en amma var öll. Og hafið þið það. Kv. G.
Gunný (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 13:08
Eins gott Gunný mín að systur þínar eru ekki á ferðinni í þessum heimi. Víst hef ég lesið blöðin hanns afa og meira að segja endurskrifað það sem á þeim stendur. Á Gabriellu 100, orð fyrir orð og geri aðrir betur. Líklega verð ég að gera slíkt hið sama á tölvuna þegar ég er búin með allt það sem ég er með í takinu núna. Auðvitað var langafi til sjós í eyjum, en ég get ekki staðfest aðrar grunsemdir þínar, nema það sem hún Dýrfinna, gamla og heitin í Eyvindarhólum, ýjaði að hérna um árið þegar ég hitti hana. "Það var ljóta armæðan í Vatnshól".
Helga R. Einarsdóttir, 14.8.2007 kl. 22:35
Og áfram til Gunnýjar, úr því hún er ekki komin nema í hálfa gátt inn í bloggheima sjálf: Hvað var þá pabbi að gera í Eyjum vertíð eftir vertíð? Átti hann þar einhverja Imbu?
Það er orðið tímakorn síðan ég hef lesið blöðin hans pabba. Svo ég skal ekkert um þetta fullyrða, nema ég held að hann hafi fyrst og fremst verið í beitingu, eins og pabbi.
Og hún Imba mín blessunin, sem vissi ekki hvernig hún átti helst að gera mér til geðs í þetta eina sinn sem ég heimsótti hana, var hún ekki Landeyingur? Af Bakkabæjunum? -- Var hún komin til Eyja áður en afi flutti þangað?
Sigurður Hreiðar, 15.8.2007 kl. 00:32
Þú veist nú minnst um hvaða sögur við systur búum okkur til þegar enginn heyrir til okkar Helga mín. Það er ýmislegt hægt að leggja saman af gömlum hálfkveðnum vísum- hvort útkoman er rétt skiftir kannske ekki öllu máli lengur. Enda held ég að þau sem um er rætt séu löngu kominn yfir allt heimsins böl.Imba var Landeyingur en hún var flutt til Eyja á undan afa, og þó þau hafi eitthvað verið farin að krunka ótímabært hefur hún sjálfsagt verið besta kelling ekki efa ég það. Það er ágætt að vera svona á ská í þessum b.heimi. Kv. G
Gunný (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 20:17
Bull er í þér kona, kynbætur! Það er búið að vera að þvi báða dagana!
Það urðu nú samt tvö sambönd til sem ég þekki vel til eftir "tuðtuferðir". Dömurnar þekki ég vel og piltarnir voru skólabræður mínir. Þeir áttuðu sig svo á því, blessaðir piltarnir, að maður sækir ekki vatnið yfir lækinn, oft virkar það þó betur, ha?
En höfn í Bakkafjöru? Ég trúi gömlum og reyndum sjómönnum betur en bírókrötum.
mýrarljósið (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 21:57
Einmitt, það eru svo margir reyndir sjómenn sem fullyrða að höfn í Bakkafjöru sem heimsins mesta firra.........
Hvað veit ég landkrabbinn. Og mér er alveg sama hvar Vestmannaeyingarnir stíga á land.
Hygg þó að hraðskreið ferja til Þorlákshafnar væri farsælasta lausnin á samgöngumálum þeirra.
Sigþrúður Harðardóttir, 15.8.2007 kl. 22:59
...að höfn í bakkafjöru sé heimsins mesta firra.
Sigþrúður Harðardóttir, 15.8.2007 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.