9.8.2007 | 19:31
"Áhættufælinn fjárfestir"?
Getur verið að það sé sama og kjarklaus braskari? Það er meira en að segja það að fylgjast með fréttunum nú orðið. Varla sá fréttatími að maður þurfi ekki að þýða boðskapinn meira og minna yfir á mannamál.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ég skil...not
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 9.8.2007 kl. 21:53
Já, maður staldrar stundum við og sperrir eyrun, eða les tvisvar, eins og t.d. í Fréttablaðinu í dag (já, það er farið að koma hér aftur, eftir langt og gott sumarfrí blaðberanna). Á bls. 42 er þykjast viðtal við Baltasar Kormák (sem segir að það séu mikil mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að leyfa hvalveiðar). Þar segir orðrétt: „Spurður um í hverju hann sé ekki svo góður að gera… “
? ? ? ?
Eða -- ætli að hafi ekki verið í sjónvarpsfréttunum áðan: svo og svo margir slösuðust eftir að stykki úr borgarísjaka féll á skip.
Ætli það hafi verið löngu síðar?
Sigurður Hreiðar, 9.8.2007 kl. 23:38
Heyrði í gær í fréttum að gin og klaufaveiki legðist aðallega á klaufdýr, kýr,kindur og svín. Eins og klaufdýr væru einhver ein tegund.."Klaufdýrus animalus". Frekar átt að segja klaufdýr eins og kýr og kindur eða bara klaufdýr. Og í framhaldi af því að þetta legðist aðallega á .. af hverju ætli þetta heiti gin og klaufaveiki.. ??Ætli þetta leggist á einhverjar aðrar skepnur sem ekki hafa klaufir?? Hef ekki heyrt til þess enn...Hef grun um að fréttakonan hafi verið með gin og klaufaveiki sjálf þar sem að hún talaði full mikið og var algjör klaufi greyið að segja þessa frétt svona. En mér var skemmt og það er jú fyrir öllu..
Erla Björg,Vilberg og Króatinn (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 14:16
Hvar eruð þið?
Kom í kvöld og rændi 2 trjáklippum, allt orðið glansandi fínt í garðinum...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 10.8.2007 kl. 22:46
Mikið rétt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.8.2007 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.