Það er ekki alltaf auðvelt að efna fögur fyrirheit

Ég sé það alveg fyrir mér, ég verð búin að eignast endalausa röð af bloggvinum áður en við er litið. Ég ætlaði mér í upphafi að takmarka hópinn við vini og ættingja, en svo kemur þarna fólk sem ég á svo óskaplega erfitt með að neita. En nokkrum hef ég þó hafnað og bara komist bærilega frá því.  En svo er sú leið opin að fækka og eyða vinum. Hugsið ykkur bara hvernig tilfinning það er, að "eyða" vinum sínum. Það held ég að mér tækist aldrei. Ég veit að "kafarinn" er núna í útlöndum. Hugsið ykkur hvernig honum yrði við ef ég eyddi honum á meðan, ég myndi hafa sama samviskubit og ég hefði eftir að stinga manneskju á milli herðablaðanna. Heldur vildi ég gera þetta að honum viðstöddum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, það er þetta með bloggvini -- þú komst mér á óvart þegar þú varðst nr. 1 til að bjóða mér í þannig vinskap. Kannski þú verðir líka nr. 1 til að eyða mér!

Framan af hugsaði ég mér að þiggja ekki bloggvinskap við dulnefni. En svo kemur þú sem ammatutte (sem er nú bara frekar ljótt orð, sorrí!) og Eyþór Ingi sem organisti -- sem hann óumdeilanlega er af guðs náð!

Svo ég hef engin alminleg prinsipp í þessu lengur.

En -- mér fæddist splunkuný dótturdóttir núna um kvöldmatarleytið. Fékk mms-mynd af henni -- sjaldséð fallegra barn…

Sigurður Hreiðar, 8.8.2007 kl. 00:12

2 identicon

Skil ástandið, ekki samt af eigin reynsu, er svo ný í þessu.  Ég myndi samt ekkert firrast þó mér yrði eytt sem bloggvini. Kv.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 00:24

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Til hamingju með litlu stúlkuna Siggi Hreiðar, ég efast ekki um að hún sé falleg. Skilaðu hamingjuóskum til ömmunnar líka - og svo foreldranna frá "fáséðri frænku".

Hún "ammatutte" varð ekki til af engu. Helga Guðrún dótturdóttir mín og vinkonur hennar fjórar á táningsaldri komu sér upp bloggsíðu og kölluðu hópinn "Tuttebra", af takmarkalausri hugmyndaauðgi og fagurfræði. Guðbjörg dóttir mín var til eftirlits á þessum skrifum og kommentaði sem "mammatutte" og þegar ég fór að blanda mér í orðbragð og yfirlýsingar átti ég ekki margra kosta völ og "ammatutte" varð til. ´Ég ætlaði mér aldrei lengra í bloggheiminum, en svona fór nú fyrir mér og ekki gott að segja hver endirinn verður. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 8.8.2007 kl. 10:01

4 Smámynd: Rúnarsdóttir

Ég reyni alltaf að fókusera á að efna fjögur fyrirheit ...

Rúnarsdóttir, 8.8.2007 kl. 11:48

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þakka þér fyrir hamingjuóskirnar, frænka góð -- og fyrir útlistun á „ammatutte“ sem fyrir mér hljómar eins og nafn á afrískri negrakerlingu sem ég veit fyrir víst að þú ert ekki.

En þetta með dulnefnin -- ég verð kannski að endurskoða það eitthvað. Mér sýnis sumsé að sumpart verði til dulnefni við bloggin af því sem maður velur sér sem innskráningarheiti (- eða var mér úthlutað því?), sem þó er ekki einhlítt. Ég sé t.d. að ég heiti Auto í þínum vinaglugga, en fæ að halda nafni mínu t.d. hjá Kalla Tomm.

Þetta flokkast kannski undir það sem heitir The Wonderful Ways of Computers!

Sigurður Hreiðar, 8.8.2007 kl. 13:37

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Inga, ég gef þér líf í nokkrar vikur. Alla vega.  Ég fékk áhuga á þér af ferðasögunum. 

Ágústa mín, ég er búin að hafa áhuga á þér lengi, það er bara þannig að sumir höfða meira til manns en aðrir. Hjúkk - þegar þú sagír já.

Siggi Hreiðar - mér finnst einkennisnafn ekki vera dulnefni, þegar hægt er með góðu móti að sjá hver skrifarinn er. En það er verra þegar eiginnafnið kemur hvergi fram. Þá myndi ég hreint ekki sinna kalli, nema hann eða hún væri mér kunnugur eða skyldur.

Helga R. Einarsdóttir, 8.8.2007 kl. 19:17

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Nei, það er nú ekki hægt að eyða honum Óla okkar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.8.2007 kl. 20:08

8 identicon

Þú getur ekki eytt mér

mýrarljósið (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 197627

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband