Það sem þér dettur í hug kona!

Jú rétt er það - mér datt þetta í hug en ætlaði ekki að segja það nokkrum manni og auðvitað geri ég ekki ráð fyrir að ég muni nokkurn tíman framkvæmi það, en manni getur nú dottið í hug án þess að ráða nokkuð við það.

Ég var sem sagt að hugsa hvort við hjónin gætum farið í smá ferðalag án þess að taka með okkur gistibúnað?  Svona síðsumars eru flestir bændur búnir að hirða mest allt sitt hey og það var svo æðislegt að sofa í hlöðu. Æli við værum talin skrýtin ef við bönkuðum uppá hjá bændum í Skagafirði og spyrðum hvort við mættum gista í hlöðunni? Við myndum að sjálfsögðu mæta á staðinn í okkar splunkunýja jeppa, svo ekki væri hætta á að við yrðum talin svona gamaldags "flökkulýður". En það er þetta með rúlluvæðinguna, ætli hvergi sé hey hirt eins og í gamla daga? Og aumingja fólkið sem aldrei fær að lifa það "að sofa í hlöðunni".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Hahahaha....

Hey, ég sendi þér póst. Komst hann ekki örugglega til skila?

Josiha, 6.8.2007 kl. 23:03

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Halló, Nr. 1

Búið að vera mikið að gera -- Nafna þín Dís að flytja í rauðu blokkina hér fyrir ofan með tilheyrandi stússi.

En -- ég get vottað að það er oflofuð rómantík að sofa í hlöðu. Manstu ekki eftur vísunni: flestöll stráin stinga mig… -- Og þau eru ansi mörg í einni hlöðu. Ef það er hey í henni, sem er víst borin von nú til dags.

Ætli þið verðið ekki bara að fá að bora miðjuna úr einnu rúllu eða svo og troðast þar inn, ef þið viljið endilega sofa á/í stráum!

Mbkv.

Sigurður Hreiðar, 6.8.2007 kl. 23:05

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Aldrei fengið að lifa það. Vonandi tekst þetta vel hjá ykkur og góða ferð. Hljómar eins og æfintýri.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.8.2007 kl. 11:35

4 identicon

Sæl

Jú láttu vaða kona, örugglega einhverjir sem vilja leyfa ykkur hjónum að gista.  Baaaaara kósý.

kv. Anna

Anna Margrét hjúkka (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 18:02

5 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Já láttu vaða, það er ekkert yndislegra en að sofa í nýsleginni töðu. Rifjar upp góðar endurminngar. Svaf síðast í hlöðu 1977 á Grímstöðum á fjöllum. Tel líklegra að afskekktari bæir eigi hey í lausu.

Góða skemmtun

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 7.8.2007 kl. 18:18

6 identicon

Já ég held að þið ættuð bara að skella ykkur ;)

Ninna (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 20:09

7 identicon

Frábær hugmynd.  Bændur eru alltaf með eitthvað ópakkað hey heima við.  Bara prófa að banka upp á.  Þeir segja aldrei neitt verra en nei.  Ég á minningar frá svefni í hlöðu, en þá var ég krakki og kannski spennan merkilegri en atburðurinn.  Ég held það geti verið þó nokkuð ryk i heyinu og svo stingur það.  En bændur í Skagafirði eru þvílíkar snyrtipinnar að heyið þeirra hlýtur að vera dúnmjúkt og tandurhreint.  Um að gera að prófa.  Hlakka til heyra hvernig gengur. 

Kv.Inga

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 22:12

8 identicon

ha ha ha

Þá vildi ég vera fluga á hlöðuvegg!

mýrarljósið (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 197627

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband