6.8.2007 | 21:37
Svona var í sveitinni
Eins og margir aðrir fórum við að heiman um helgina. Snemma á laugardagsmorgni skelltum við í lás og héldum til uppsveita. Í Mýrinni höfum við svo búið síðan og haft það ljómandi gott. Þar er ekki rafmagn og þess vegna ekki sjónvarp og engin tölva. Útvarpið er battarís og þess vegna bara hlustað á fréttir - og svo brekkusöng í gær. Þar eru ekki borin út blöð og þess vegna enginn Moggi. En þar er sól og blíða og fuglasöngur og gras svo hátt að maður stendur bara hálfur uppúr í gönguferðinni og trjágróður sem skýlir fyrir vindi. Þar eru góðir ættingjar og vinir frá árunum áður. Þar er umfeðmingsgras sem klifrar upp grenitrén og mjaðurjurt sem ilmar eins og í gamla daga. Þar eru grasmaðkar á trjánum, grænir og gulröndóttir. Þar er þröstur sem kemur til að sníkja brauðmylsnu.
Og svo er þar traktorstorfæra og krakkarnir á Grafarbakka og furðubátakeppni og Útlaginn og allt til alls. Þar er gott að vera.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 197627
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það var gaman að kíkja aðeins í sveitina
Josiha, 6.8.2007 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.