Hvenær var þín besta verslunarmannahelgi?

Eftir að ég hætti að sofa í tjaldinu í Skriðufellsskógi uppúr 1960 var þessi helgi hjá mér ekki öðruvísi en aðrar í mörg ár.  Sem uppsveitastelpa fór ég á böll allar helgar á sumrin bæði laugardaga og sunnudaga. Hljómsveit Óskars Guðmundssonar þjónaði okkur vel á þeim árum. Félagsheimilin allt frá Borg í Grímsnesi að Heimalandi undir Eyjafjöllum skiptu þessari hljómsveit með sér svo aldrei var dautt kvöld. Það voru víst einhverjar aðrar hljómsveitir líka að reyna sig en Óskar var "málið" á þessum tíma og ég var þar. 

Svo kom að því að ég fór að búa og eiga börn og þá var sjálfhætt í þessum bransa. Árin í Fossnesti sem urðu 23 í allt vann ég svo allar þessar helgar. Það voru alltaf einhverjar stelpur að vinna með mér sem "bara urðu að fá frí", og mér var alveg sama. Þetta voru líka skemmtilegustu stundirnar í vinnunni, þegar ekki sá út úr gluggunum heilu átta tíma vaktirnar fyrir fólki, og heyrðist ekki mannsins mál fyrir söng og gleðskap. Viðskiptin fóru jafnoft fram á táknmáli.

Svo kom að því að ég gat farið að ferðast og þá fórum við oftast eitthvað austur eða vestur. Það þarf ekki alltaf að vera eitthvað "um að vera", maður getur séð um sig sjálfur. Besta og eftirminnilegasta útilegan um verslunarmannahelgi var þegar við gistum á Rauðasandi í logni og sólskini og horfðum á geimskipið taka á loft frá Snæfellsjökli og hverfa í vesturátt á heiðskírum himninum. Það var sko verulega  "kool".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég var tvisvar á Þjóðhátið. Þegar ég var 12 og 14 ára.Ég var á heimili fólks sem er tengt okkur, foreldrum Þóru sem ég tala oft um, en hún er gift móðurbróður mínum. Svo það var litið eftir mér. Annars hafa allar verslunarmannahelgar bara verið eins hjá mér. Verið hér heima. Semsagt ég er bara svona lúði.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.8.2007 kl. 23:16

2 Smámynd: Josiha

Við fjölskyldan gerðum eiginlega aldrei neitt um þessa helgi. Fórum 2svar í Galtalæk, annars var oftast bara farið í Húsdýra- og Fjölskyldugarðinn. Pabbi og mamma voru svo oft með helgina í fjósinu þessa helgi og til að bæta okkur systkinunum það upp þá var farið í fyrrnefndan garð. Það var fínt að fara þangað enda varla sála í garðinum svo að við systkinin gátum farið í öll tækin og gert allt sem okkur langaði. Svolítið svona Palli einn í heiminumdæmi. Kannski akkúrat útaf þessu - að ég ólst ekki upp við það að gera e-ð sérstakt þessa helgi - að þá er mér alveg sama að vera bara heima. Kannski er Gummi eins af sömu ástæðu?

Annars held ég að besta verslunarmannahelgin mín hafi verið árið 2001. Þá bjuggum við Gummi í Stóra Húsinu. Sunnudagskvöldið fórum við upp á loft, fengum okkur sæti í gömlum sófa í myrkrinu og horfðum á flugeldasýninguna í Vestmannaeyjum. Skyggnið var svo gott að það sást vel til Eyja. Þetta var alveg dásamlega rómantískt  
Eins og með svo margt annað þá skiptir félagsskapurinn öllu. Það skiptir ekki máli hvar maður er, heldur með hverjum maður er

Josiha, 4.8.2007 kl. 01:08

3 Smámynd: Rúnarsdóttir

Ég held að besta verslunarmannahelgin mín verði þessi sem er núna. Á morgun ætla ég í Eystri hrepp, þar ætla ég ríðandi til messu á Núpi og síðan í kaffi niðrí í réttum, það verður góður dagur, ég bara veit það ...

Rúnarsdóttir, 4.8.2007 kl. 10:24

4 identicon

Lestu pistil frá GEH skrifaðan 24.7 Save me from osfrv.Kv.

Gunný (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 17:36

5 identicon

1971og2

mýrarljósið (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 197627

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband