3.8.2007 | 20:02
Er helgin að verða "bara venjuleg" ? Sjitt maður!
Fjölmiðlafólk sýpur hveljur og dreifir sér með tökuvélar af ýmsu tagi um landsbyggðina til að gera yfirvofandi slagveður, fyllerí, slys, og ofbeldi að óborganlegu fréttaefni. En getur verið að þetta sé allt að fara í vaskinn. Veðrið er ágætt svo ekki verður mikið mál úr því. Umferðin er engu meiri en flestar aðrar helgar í sumar, og hver segir að allir séu á fylleríi þó þeir fari burt úr borginni? Fariði bara heim krakkar mínir og hættið þessum látum. Þó ég eigi heima þar sem sagt er að umferðin og fárið sé hvað mest, eru einu lætin sem ég hef orðið vör við hingað til í ykkur "fjölmiðlungum". Andið með nefinu.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 197627
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst fyndið þegar þú segir sjiit
Josiha, 4.8.2007 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.