Verslunarmannahelgin fyrir óralöngu síðan

Frídagur verslunarmanna hefur verið til svo lengi sem ég man og á fyrstu árunum fengu verslunarmenn jafnvel frí á þeim degi.  Þarna fyrir óralöngu, þegar ég man fyrst, var líka farið í ferðir og útilegur um þessa helgi. Þá méttu allir fara í útilegu, jafnvel þó þeir væru ekki orðnir þrítugir.  Þjóðhátíð hefur trúlega verið haldin í Vestmannaeyjum en það kom okkur sveitamönnum ekkert við. Það hefði aldrei komið til mála að fara að flækjast þangað. 

Þessi helgi fór oftast eftir veðri hjá mér og vinkonunni sem ég var mest með á þessum tíma. Ekki af því eitt veður væri öðrum hagstæðara til útilegu heldur vegna þess að ef það var þurrkur var bara allt á fullu í heyskap og engin leið að fá frí, þó maður væri 15 ára og ALLIR væru farnir í útilegu. Heima hjá mér var að vísu ekki hey, en á mánudeginum varð ég að vera heima af því þá var "sendingardagur" og við rifum upp kál og gulrætur í tonnavís til að hlaða á bílinn hjá Mumma á mánudagskvöldi. Hann lagði af stað í bæinn kl. 7.00 næsta dag. 

Þegar við fyrst fengum að fara í útilegu vorum við nýlega fermdar og fjórtán ára.  Pabbi fór með okkur á jeppanum sínum upp í Haukholtagil síðdegis á laugardegi. Þar skildi hann okkur eftir. Við vorum fjórar saman og það hefur staðið vel á í heyskapnum af því veðrið var með ólíkindum gott, sólskin og hiti.  Ég átti víst enga almennilega útileguskó, enda hefði það verið algert óráð, útilega eða annað álíka var í mesta lagi einu sinni á ári. Ég var þess vegna í stígvélunum mínum sem ég notaði í kálgarðinum hina dagana. Svo var ég í "rokkbuxum" svörtum og útprjónaðri peysu sem frændfólk mitt á Sauðárkróki hafði sent mér í fermingargjöf.

Við komum upp tjaldi og sváfum þarna um nóttina. Engir aðrir voru nærri og ekki sást til okkar frá Haukholtum. Við lágum svo þarna í sólinni fram eftir degi á sunnudeginum og ég man að hitinn var nærri óbærilegur, enda klæðnaðurinn ekki í samræmi við veðrið. Svo undarlega vildi til að Hólabræður, sem voru á þessum tíma mestir allra gæja í sveitinni fundu okkur þarna eftir hádegið. Þeir voru á frambyggðum vörubíl, bara pláss fyrir tvo eða þrjá í húsinu. Þeir voru svo almennilegir að hjálpa okkur að taka niður tjaldið og buðust svo til að flytja okkur heim - á pallinum.  Tvær okkar voru eitthvað eldri, líklega orðnar "skvísur", og nutum við fermingarstúlkurnar þess. En við vorum alveg jafn ánægðar fyrir það. Helginn var algerlega bjargað, við vorum keyrðar heim á hlað  og það voru aldeilis engir hallærisdelar sem það gerðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Þú ert aldeilis minnug á klæðnaðinn þykir mér .

 Hér er aðeins meira vesen, Þjóðhátíðarkvíði gæti það kallast...barnabarnið þitt er alveg að tapa sér á niðurpökkun, BARA búin að pakka 30kg. og helmingur eftir, Herjólfur verður að fara sér Tuttebra ferð sýnist mér, hún snýst núna í hringi en ekkert gerist....

Það þyrfti að gefa út bókina"Hvað á ekki að hafa í útilegu"

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 31.7.2007 kl. 23:02

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Ég fékk einu sinni fína skó frá Sauðkræklingum  hvað varð um þá?

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 31.7.2007 kl. 23:03

3 identicon

Halló, er að flakka um bloggsíður.  Vildi kvitta áður en ég held áfram ferð minni, takk fyrir mig:)

Kær kveðja, Ósk

Ósk (konan hans Ingvars (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 23:53

4 Smámynd: Rúnarsdóttir

Skemmtileg lesning Helga. Mér finnst svo gaman að lesa um það sem fólk gerði í gamla daga. Það er allt orðið svo flókið í dag. Of mikið vesen allsstaðar. Gerviþarfir, flottheit. Ég vildi að ég hefði verið til fyrr.

Rúnarsdóttir, 1.8.2007 kl. 09:40

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Æ - Guðbjörg, ég man ekki eftir skónum,  þú fékkst svo margt frá þeim. Enu sinni skyrdós í nesti af því Rósu fannst þú ekki borða nóg.Segðu Helgu að það sé nóg að fara í eihum fötum og taka ein önnur með til vara. 

Takk yfrir komuna  Ósk, ég hef ekki hitt þig hér fyrr.

Og Rúnarsdóttir, blessunin - það er aldrei of seint að verða "gamaldags" byrjaðu bara strax. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 1.8.2007 kl. 09:53

6 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Minnir að ég hafi hent rauðum strigaskóm útum bílgluggann

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 1.8.2007 kl. 16:55

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég átti líka svartar rokk gallabuxur og ég man eftir peysu sem ég var í, í útilegu með skátunum inn við Kaldárselsstíflu, Við fórum hjólandi þangað. Peysan var þrílit bál á ofan,í miðjunni hvít og svo rauð held ég. Það voru líka rokk peysur í móð -, dökkbláar með hvítum bekk og á honum voru nótur. Mansu eftir því ? 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.8.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 197627

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband