30.7.2007 | 20:58
Svona var hún þá rigningin
Ég var satt að segja búin að gleyma því hvernig rigningardagar eru. Rigning heilan dag og ég held bara að síðasta nótt hafi verið verulega blaut líka.
En þessi dagur fór þannig fram hjá mér að ég gerði hreint ekki neitt. Kannski bara allt í lagi, náttúran sá um það sem ég hefði líklega gert að óbreyttu, hún vökvaði garðinn og alla pottana í flaginu líka. En ég er viss um að það fylgir þessari rigningu verulega djúp lægð.Eða rigningin lægðinni Ég hef reyndar ekki hlustað grannt á veðurspár, en ég hef verið innan við 600 millibör í allan dag. Svaf fyrst til tíu, en fór þó á fætur. Eftir hádegið sat ég svo og prjónaði og stúlka sem talaði með sænskum hreim suðaði eitthvað í útvarpinu.
Og hvað haldiði - ég sofnaði sitjandi og prjónandi undir þessu sænska suði. Ég segi ekki meir - svona hefur ekki gerst síðan í febrúarbyrjun þegar lægðin djúpa sem rústaði skúrnum á ströndinni var að nálgast. Kannski alveg 400 mb.
Ef ekki styttir upp síðdegis á morgun verð ég örugglega farin að biðja um sólskin - "Æ - það ætlar aldrei að stytta upp". Svona bara er maður, kann ekki gott að meta.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 197627
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.