Ráðist gegn illgresinu (í bókstaflegri merkingu)

Ég varð að bæta því við. Þessi fyrirsögn er alveg "brilljant" til að nota við ólíkustu tilefni. Það mætti til dæmis tala um að uppræta ofsaakstur, eða dóp og drykkjuskap. Líka gæti verið um að ræða að koma í veg fyrir rán og þjófnaði, ofbeldi, vændi, ofát, framhjáhald eða skipulagt einelti. Ég gefst upp. Það er of margt til í okkar fyrirmyndar þjóðfélagi, sem gæti flokkast undir dulnefnið "illgresi" til þess að ég geti tíundað það allt hér. Því miður.

En ég fór sem sagt á fjóra fætur í Mýrinni í dag og reytti kartöflugarðinn allan - með höndunum einum. Í hita og sólskini, sem er kjörveður til útrýmingar á þessu skaðræði, sem arfinn er. Og reyndar ekki færri en tíu aðrar tegundir af jurtum sem ekki eiga heima í kartöflugarði. Og þvílík tilfinning að sjá allan ósómann liggja eftir í götunum lamaðan af sól og hita. Allt steindautt eftir örskotsstund.  Ég var svo áhugasöm og ofvirk að ég laumaðist inná land míns næsta nágranna og reytti smá hjá honum. Nú er ég viss um að hann heldur að ég ætli að sölsa þá röð undir mig. En ekki vera hræddur minn kæri Vb. garðurinn þinn er þvílik arfadyngja að ég get vel unnt þér þess að eiga eina hreina röð.  Satt að segja eru þessar tíu raðir nágrannans svo skelfilegar að mér þætti það meiri háttar áskorun og væri mikill heiður að taka þátt í hreinsunarátaki.

En þá vildi ég hafa með mér níu félaga sem kunna vel til verka og góðan skemmtikraft á hliðarlínunni. Við myndum ljúka þessu á klukkutíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er til

Ninna (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Nú held ég að það verði engin traktorstorfæra á laugardaginn, getum við ekki haft arfatorfæru í staðinn?  Einn á röð í kappi, kartöflupoki í verðlaun. Getum líka haft tilþrifaverðlaun?

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 29.7.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband