Rigningin er góð

Tvær hellidembur á einum degi og önnur nokkuð langdregin. Er hægt að biðja um nokkuð betra? 

Allt í einu varð himininn svartur og andaði köldu. Mæðgurnar sem voru i heimsókn töltu út í bakarí til að kaupa eitthvað með kaffinu. Svo áttu þær eftir að labba heim, sín með hvort barnið í vagni og kerru. Sólbrúnar í hlýrabolum.

Demban hefur náð þeim áður en kökurnar voru keyptar. Kannski urðu þær innlyksa í bakaríinu, ég hef þó frekar trú á að þær hafi bara skokkað heim og orðið gegndrepa. Þetta var svo góð rigning.

Eftir að skýin höfðu dottið niður á jörðina varð himininn aftur blár, þangað til næstu ský höfðu náð að verða til. Svo kom demban stóra langa og aftur hreinsaðist himininn. 

En það var þurrt í Þrastarskógi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

hvar var rigning

Ólafur fannberg, 27.7.2007 kl. 21:58

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Rigningin var í austurbænum á Selfossi.

Helga R. Einarsdóttir, 27.7.2007 kl. 22:41

3 identicon

Hæ og takk fyrir ísinn..

1. Aron Fannar ætlar sko að sýna afa Gumma þessar bráðsniðugu beyjur á jeppanum...

2. Við vorum báðar með flýspeysur sem við fórum í, þá vorum við sólbrúnar í flíspeysum  :o)

3. Við náðum til Guðna fyrir dembu, vorum að borga þegar hún skall á.  Við settumst bara niður, borðuðum kruðeríið og töltum svo heim í rólegheitum í smá dropum.

4. Nafna mín, nú hefði verið gott ef þú hefðir átt GSM, þá hefðum við smessað á þig (sent þér sms) til að láta vita að við værum ok.. Vildum ekki hringja því þá hefði aumingja Sigurdór þurft að hlaupa inn eina ferðina enn til að ná í símann!!!

 Hafðu það alltaf sem best og takk fyrir ísinn í dag ;o)

Helga, önnur mæðgnanna, sú með vagninn :o) (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 22:55

4 identicon

Ha ha, mundi ekki að ég hefði byrjað á því að þakka fyrir ísinn...

Helga aftur (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 22:56

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk fyrir góða kveðju Helga mín.Alveg vissi ég að þið mynduð bjargast.  Alveg eins og áður en "smessið" var fundið upp þóttist ég viss um að þið hefðuð vit fyrir ykkur og fynduð vatnshelt húsaskjól. kv. nafna þín.

Helga R. Einarsdóttir, 28.7.2007 kl. 00:05

6 identicon

Ég held að þú ættir að gefa út ljóðabók. Eða jafnvel bloggbók. Eða bara skáldsögu. Þú setur orðin svo skemmtilega saman og velur svo falleg og skemmtileg orð að það er bara virkilega gaman að lesa bloggið þitt. Veit ég hef sagt það áður en mér fannst rétt að segja þér það aftur.

Ninna (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 05:09

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já ég held ég syngi, mér fynnst rigningin góð.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.7.2007 kl. 00:28

8 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk, Ninna mín, fyrir falleg orð. Þau segja reyndar jafn mikið um þig sjálfa án þess að þú áttir þig á því. Ég vona að eitthvað sé til í því sem þér finnst. Og einhvernvegin hef ég ánetjast þeirri kenningu að þeir sem kunna að meta góðan texta séu sjálfir vel færir um að skrifa læsilega. Kannski er eitthvað til í því?

Helga R. Einarsdóttir, 29.7.2007 kl. 21:23

9 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Og Jórunn, haltu bara áfram að syngja. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 29.7.2007 kl. 21:24

10 identicon

Já, ég vona það allavega.

Ninna (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband