Hvernig ég varð svona forvitin um "allt í kring"

Það var þegar ég fyrir óralöngu flutti úr sveitinni á Selfoss. Ég hafði alltaf átt heima í sveitinni, sem heitir Hrunamannahreppur og heitir vonandi um alla framtíð.  Það er bara þar sem hreppar og þorp eru sameinuð sem skipt er um nöfn svo enginn veit almennilega lengur hvar hann á heima.

Alla vega, í sveitinni þekkti ég alla og vissi næstum því allt um mitt nánasta umhverfi. Og það fannst mér ákaflega þægilegt. Svo þegar ég kom á Selfoss, sem hét þá bara Selfoss og ég mun alltaf eiga heima á Selfossi, svo lengi sem ég fer ekki eitthvað annað. Já þegar ég flutti hingað þá lenti ég í þeim ósköpum að vita ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég þekkti engan, ég vissi ekkert hvaða hús var hvar eða hver átti heima í því. Ég vissi bara hreint ekki neitt. Það var líklega þá sem þetta kom yfir mig, óskapleg forvitni um "allt í kring".

Mér gekk ágætlega, allt fram að Vestmannaeyjagosi, þá kom svo stór skammtur í einu af fólki að ég ruglaðist aðeins. En það jafnaði sig. En núna aftur á móti, er allt að lenda í klessu. Ef maður hittir í Kaupfélaginu(ég segi bara kaupfélag, það er alltaf verið að breyta) já ef maður hittir þar manneskju sem hefur átt hér heima fleiri ár en fimmtán, þá heilsumst við fagnandi.  Og ég hef ekki hugmynd um hvað allar göturnar heita eða hver á heima hvar. Stundum hugsa ég með mér "mikið hlýtur að vera notalegt að búa í Þykkvabænum".  Ekki er þetta aldurinn? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varla. Það verður ekki fyrr en þér verður orðið slétt sama um öll nýju hverfin sem teygja sig út yfir það sem var sveit fyrir 15-20 árum og ókunnugt fólk sem þú hafðir reyndar mætt á götunum frá því þú fluttir í bæinn  fer að heilsa þér eins og gömlum kunningja þegar þið hittist í kaupfélaginu - er ekki annars skrítið hvað annað fólk eldist mikið ver en þú?  -  þá er það aldurinn.

Gunný (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 21:59

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Nei það er ekki aldurinn "gamla"mín. Ég man þegar ég var lítil í Rauðholtinu, þá þekkti maður alla meira að segja alla bíla og öll X- númerin. Nú er það heppni að heilsa 1-2 manneskjum í búðarferð eða göngutúr.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 26.7.2007 kl. 22:33

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Frábært að fá þig í heimsókn Gunný! Ég var búin að sjá til þín hjá honum bróður þínum, sem ég er nú nærri því í daglegu sambandi við. Þetta net er ekki alslæmt. Og Guðbjörg mín - þakka þér líka komuna og hughreystndi orð. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 26.7.2007 kl. 22:58

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hvað ert þú að væla, kæra nr. 1? Hvar er Engi eða eitthvað sem minnir á það?

Húsin á Hulduhólum standa jú enn, eða hinn upprunalegi rammi þeirra allur gjörbreyttur. Og hóllinn kannski. Allt annað er -- ég segi ekki tröllum gefið en fast að því. Og nú eru komnar blokkir hér fyrir ofan svona næstum því þar sem hann afi þinn hafði síðustu rollurnar sínar -- sem er ekki alslæmt því nú var hún litla dóttir mín nafna þín að kaupa þar íbúð sem er bara efnileg, auk þess sem okkur hér í koti þykir ekki slæmt að fá þá fjölskyldu svona innan seilingar.

EFtir stendur þetta: allt breytist - og við líka þó við séum treg að kannast við það.

Kveðja í bæinn

Sigurður Hreiðar, 26.7.2007 kl. 23:21

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gleymdi: Mosfellssveit heitir ekki einu sinni Mosfellssveit…

Sigurður Hreiðar, 26.7.2007 kl. 23:21

6 identicon

Þetta er sko ekki aldurinn. Þó ég sé flutt frá Selfossi þá býst ég nú við að sjá kunnugleg andlit þegar ég rek inn nefið. En það er heppni að sjá 1-2 sem maður þekkir... Og allar þessar nýju götur... sveimérþá...

Ninna (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband