26.7.2007 | 16:55
Árans druslan - hún stakk af frá þremur litlum börnum
Ég hélt hún myndi nú reyna að þrauka þangað til þau væru orðin svolítið stærri. Þó karlauminginn léti sig hverfa var ekki þar með sagt að hún þyrfti að gefast upp. Kvenkynið á að standa sig betur en þetta. Fyrir rúmri viku var hún orðin ein,karlinn var farinn, en afkvæmunum hafði fjölgað úr einu í þrjú. Nú synda þessi þrjú litlu brunnklukkubörn um allan pollinn og leita að mömmu sinni en finna hana ekki. Og ég sá hana ekki heldur. Nú verð ég aldeilis að standa mig i fóstruhlutverkinu. Ég held að þau narti í laufblöð?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeim á eftir að líða vel hjá þér Helga mín, þú ert svo góð mamma og amma svo ég held þú verðir afbragðs fóstra líka.
Ninna (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 20:03
Takk Ninna mín. Áttu ráð fyrir mig til að styðjast við þegar botnfrýs í steininum í vetur? kv.
Helga R. Einarsdóttir, 26.7.2007 kl. 20:23
Er hún bara ekki að leita að kall-aulanum
!
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 26.7.2007 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.