Ég er á réttri leið

Enda eins gott, sumarfríið er meira en hálfnað. Í dag tókst mér að prenta út fyrstu útgáfu af ferðasögunni til Englands. Fjörutíu og fimm síður. Þá er bara eftir að púsla henni saman við myndirnar og kannski þarf ég að fá myndir hjá einhverjum góðhjörtuðum ferðafélögum.   Svo er ég líka búin að finna skrifborðið. Það er ekki lengur á því kúfur af blöðum bæklingum og nótum. Bara þokkalegasta skrifborð.  Þetta er nú allt nokkuð. Kannski gekk svona vel af því ég fór, fljótlega eftir fótaferð og eina þvottavél, í laugina og lá þar til kl. tvö.  Guðbjörg var líka í lauginni og Júlía og Ívar. Veðrið var æðislegt. Svo voru bara tvær þvottavélar eftir og ein búðarferð. Mamma og Magga komu aðeins við og líka Guðbjörg og Júlía. Svo þurfti ég ekki heldur að hugsa um kvöldmat, af því ég fékk í gær glænýjan sjóbirting úr Sandvíkinni. Ég flakaði hann af alkunnri snilld og S.K. grillaði svo annað flakið í kvöld.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Hvernig smakkaðist svo lime-mareneringin?

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 26.7.2007 kl. 00:00

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Hún var alveg ágæt.kv.

Helga R. Einarsdóttir, 26.7.2007 kl. 09:23

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

ERtu að gefa út bók ?

Já það er allaf gott í lauginni.  

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.7.2007 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband