Foreldrar sem henda krökkum

Skoo - þegar Einar var töluvert yngri - svona 10 - 14, þá gerði hann það stundum til gamans  að hlaupa smá spotta þegar við vorum í bíltúr. Ég man til dæmis einu sinni að við vorum á Álfaskeiði, hann fór af stað á undan okkur til að gá hvað hann gæti hlaupið langt áður en við næðum honum. Við fórum þá upp fjall og hann var bara kominn töluvert langt. Ef við hefðum nú í ógáti farið hina leiðina - framhjá Birtingaholti og hann bara haldið áfram að hlaupa alla leiðina upp að Flúðum? Þá hefði kannski einhver fundið hann og haldið að hann væri yfirgefinn?  En við ætluðum ekkert að henda honum, það var bara misskilningur.  Einu sinni gleymdist líka Guðfinna við Úlfljótsvatn. Við vorum á mörgum bílum og allir héldu að hún væri hjá hinum. Á Þingvöllum uppgötvaðist óhappið og hún var sótt. Sat enn á sömu þúfunni grútfúl. Þá hefur hún örugglega haldið að það ætti að henda sér.  Svona getur allt mögulegt orðið af misskilningi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Hey! Við fórum akkúrat á Álfaskeiðið í dag! Skondið. Heimsóttum ömmuna sem sagt í dag

Josiha, 24.7.2007 kl. 22:32

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Það hefði nú verið kostur fyrir mig hefðuð þið gleymt honum í nokkra daga.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 24.7.2007 kl. 22:44

3 Smámynd: GK

Einar hefur alltaf verið skrítinn...

GK, 24.7.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband