Það sem mótmælendur vilja

Það eru þessir krakkar sem hanga hér á landi þessa dagana, ekki veit ég á framfæri hvers. Þau hafa það helst fyrir stafni að láta lögguna elta sig í grennd við álver og aðrar stofnanir tengdar virkjunum og stóriðju og virðast alltaf láta fjölmiðla vita hvert þau fara næst.  Þau hafa það helst að markmiði að vekja athygli og það gengur þeim vel. Sjónvarpið hleypur til hvert sem þau vilja. Ef það gerðist ekki væri ekkert varið í að standa í þessu.  Mér hefur hingað til fundist  sjónvarp allra landsmanna merkilegri stofnun en svo að hún láti svona - - -- nú má ég ekki segja ljót orð - §%$#&!§*?*$" - stjórna sér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Æ mér finnst þessi mótmæli e-ð svo leim. Þau eru örugglega ofsalega ánægð þegar þau eru handtekin - það er örugglega ofsalega KÚL! Ég hef mikið verið að pæla hvað þetta fólk gerir? Hefur það enga vinnu? Enga menntun?

Annars finnst mér það ÓTRÚLEG hræsni að einhverjar miðbæjarrottur séu að mótmæla virkjunum út á landi (og öðrum stóriðjuframkvæmdum). Það má alls ekki virkja þetta svæði þarna eða hérna, nei nei, það er svo fallegt...en samt hefði þetta fólk aldrei vitað af því ef það hefði ekki átt að virkja það!!! Og þetta sama fólk hangir bara á kaffihúsum í 101 Rvk, ræðir óréttlæti heimsins og hvað stjórnvöldin eru vond og spillt, á meðan það reykir sígó og drekkur caffe latte. Alveg rosalega alvörugefin á svip. Alveg rosalega djúp og allt það. En aldrei fara þau í útilegu því að landsbyggðin er alltof mikið sveitó fyrir þessi ungmenni af krúttkynslóðinni.

Æ ég gæti sagt svo miklu miklu meira um þetta. Jafnvel skrifað bók um það! En læt það ógert...

P.S. Ég vil samt ekki virkja allt landið, en það er heldur enginn að tala um það! Finnst bara að þetta "lið" megi aðeins hugsa lengra. Hvernig ætlar þetta fólk t.d. að fá pening inn í ríkiskassann til að byggja nýtt sjúkrahús og annað í þeim dúr? Okei...ég er byrjuð aftur...verð að hætta þessu málæði! 

Josiha, 24.7.2007 kl. 22:25

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Fyrsta sem ég hugsaði eftir að sjá predikarann í Kringlunni í fréttum var: Hvað spreyjaði hann mörgum hárlakksbrúsum útí íslenska hreina loftið okkar ...béfaður sóðinn!

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 24.7.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband