Af handriti sem fannst í austurbænum

Enginn hefur leitað eftir miðunum sem fundust hér í innkeyrslunni á dögunum. Það er svolítið undarlegt af því ég held að þetta séu merkismiðar ( ekki merkimiðar) og hafi verið skrifað á þá í ákveðnum tilgangi. Ég ætla að nefna hér nokkur atriði sem eru skráð á þetta handrit:

1945 - skólinn fluttur, það er sennilega þegar Barnaskólinn á Selfossi, sem nú er kallaður Sandvíkurdeild Vallaskól, var tekinn í notkun.  Makalaust hvað er hægt að gera einfalda hluti flókna. þessi Barnaskóli er ekki einu sinni á Selfossi lengur, hann er í Árborg.  (En ég skal nú samt alltaf segja Selfossi)

  1947 - kjöt utan á? Hvað gæti það nú þýtt? Mér dettur í hug að þá hafi SS tekið sláturhúsið í notkun,og þar með byrjað að framleiða kjöt fyrir utan á.

 Landsímastöðin 1909 - þá hefur gamla símstöðin við Austurveg verið tilbúin?

Ölfusá vatnsmesta á landsins - það vissu nú allir.

Sundhöll =1960 - það hefur verið þegar sundhöllin á Selfossi var tekin í notkun.

1945 - löregluþjónn. Sennilega hefur þá verið settur lögregluþjónn á Selfoss. Ég þarf að finna út hvað hann hét og hvað hann var helst að gera.

Sumt á þessum miðum er svo smátt skrifað og skamstafað að ég get ekki lesið. Ætli ég fari ekki á "dulmálslestrarnámskeið" áður en ég reyni við meira. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind

Það er ómögulegt að segja hver eigi þennan miða, en mér dettur kannski einna helst í hug okkar háttvirti sýslumaður. Labbar hann ekki stundum framhjá Rauðholtinu. Getur ekki verið að hann þurfið nú að muna helstu atriði í sögu SELFOSS!!!

Eða Kjarri Björns, til að muna útaf 60 ára afmæli Selfossbyggðar.

KV.

BH

Berglind , 24.7.2007 kl. 22:04

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þer koma báðir til greina Berglind, en þetta var INNI í innkeyrslunni og það hefur verið logn síðan í maí?

Helga R. Einarsdóttir, 24.7.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 197629

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband