23.7.2007 | 21:06
Feimnismál Lúkasar
Nú hefur hundgreyið Lúkas verið handsamað og lokað inni. Frelsinu lokið.Það er lítið talað um hvar hann hefur haldið sig eða hvers vegna hann fór að heiman. Það er auðvitað bara feimnismál þegar fullfrískur hundur á besta aldri strýkur að heiman og fer á lóðarí í margar vikur. Það væri ekkert leyndarmál ef hundur af óljósum uppruna á ónefndum sveitabæ hefði látið freistast til lauslætis með hækkandi sól. En svona fínn hundur getur auðvitað ekki verið þekktur fyrir það. Það verður fróðlegt að sjá útlitið á hvolpunum í Eyjafirðinum á næstu mánuðum. Gott ef hann hefur ekki reynt við tófurnar líka.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.7.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 197629
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo ekki sé minnst á allt lóðaríið með morðhótunum og kertafleytingum sem fylgdi því fári er hvutti brá sér af bæ!
Hvernig var með afkvæmi tófu og hunds? Var það ekki Skuggabaldur og voðalegt óféti?
En þetta með vinsældirnar -- þær komu jú snögglega. Kannski verðskuldaðar, en þetta er allt kunningjalið utan Nanna Dís sem kom mér nokkuð á óvart.
Hafðu engar áhyggjur. Nr. 1 er númerið þitt og hefur verið í, hvað, 63 ár?
Sigurður Hreiðar, 23.7.2007 kl. 23:58
Ég heyrði að hann hefði verið geldur nokkrum dögum fyrir strok, þannig að ég skil vel þessa útlegð hjá honum, hvaða karlmaður hefði ekki gert það sama?
Hann hefur líklega flúið í leit að karldýrskunni
.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 23.7.2007 kl. 23:59
Hahahahahahahahaha...
GK, 24.7.2007 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.