Ef það fer nú að gjósa?

Ef svo slysalega tækist til að færi að gjósa norðan Vatnajökuls, gæti þá ekki allt farið til fjandans við Kárahnjúka og þar í kring? Mér fannst verið að ýja að því í kvöldfréttunum.

En ef það færi nú að gjósa í Heklu, segjum svona gos uppá hálft ár, með hraunrennsli og öllu. Gæti þá ekki kannski allt farið til fjandans  í öllum virkjunum sunnanlands? Það er alltaf verið að mála skrattann á veggin í fjölmiðlunum. Af hverju er ekki hægt að spá í eitthvað skemmtilegt og jákvætt, svona all vega á meðan ógæfan lætur ekki á sér kræla.

Það er ekki bara í sambandi við virkjanir og stóriðju. Þegar Helgi Seljan talaði við Jón Ólafsson um daginn, var það hans eina áhugamál hvort ekki yrði bölvað að tappa vatni á flöskur í Ölfusinu ef þar kæmi álverksmiðja.  Honum var alveg sama um velgengni Jóns í sölumálum.  Jón þurfti þá að fræða fréttamanninn um það að vatn hefði þann eiginleika að renna frekar niður en upp og þess vegna gæti þetta bara orðið allt í lagi. Helgi virtist ekkert verða því feginn, nema síður væri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Nei, næst kemur eldgos á Suðurnesjunum...

Josiha, 23.7.2007 kl. 22:18

2 identicon

Það er nú alltaf eitthvað við eldgos, svona í hæfilegri fjarlægð

mýrarljósið (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 197629

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband