22.7.2007 | 22:07
Á Rangárvöllum að leita fortíðar
Við fórum í svolítið merkilega ferð í dag. Hún Guðbjörg var ein heima með börn og hund svo við tókum þau með okkur í gamaldags "sunnudagsbíltúr". Hundurinn var að vísu skilinn eftir. Við fórum austur í Rangárvallasýslu og komum fyrst við á Vegamótum, til að kaupa nestið. Það varð bara svona hefðbundið sunnudagsbíltúranesti, gos, kex og smá nammi. Síðan fórum við austur fyrir Hellu og upp á Rangárvelli. Þegar fór að nálgast Gunnarsholt var ljóst að þar fyrir ofan væri úrhellisrigning(gott fyrir gróðurinn), svo við beygðum til vesturs í átt að Heiði og svo Svínhaga Hólum og mörgum fleiri bæjum. Þessi vegarspotti, sem er nú reyndar enginn spotti, alla leið upp fyrir Næfurholt, var í einu orði sagt, hræðilegur. Þvottabretti alla leiðina, það grófasta og versta sem við höfum fyrir hitt á áratugi, segi og skrifa. Krökkunum fannst þetta bara fyndið - til að byrja með, en svo dró úr gleðinni eftir því sem á leið. Ég var ekkert að auka hörmungarnar eð því að segja þeim að ég fyndi nýrum hristast svo að ég væri næstum viss um að þau færu á flakk. Á þessari leið eigum við og Guðbjörg, reyndar eldgamlar skemmtilegar minningar. Frá þeim árum þegar farið var með börnin í stuttar útilegur, af því heimilisbíll þess tíma réði ekki við lengri ferðir. Svo var hún líka í sveit í Flagbjarnarholti og þar keyrðum við framhjá til að sjá hvað væri eins og áður, eða kannski allt orðið öðruvísi. það var bara mjög líkt því sem var. Við borðuðum nestið fyrir ofan Næfurholt og þar var líka hægt að sulla í læk. Þetta varð skemmtileg ferð.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.7.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 197629
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott hjá ykkur, svona eiga sunnudagar að vera. Þið voruð reyndar ekki réttu megin við Þjórsá fyrir minn smekk en það kom greinilega ekki að sök ...
Rúnarsdóttir, 22.7.2007 kl. 22:18
Takk fyrir daginn, þú gleymdir að segja frá afhausaða "ömmubarninu".
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 22.7.2007 kl. 22:18
Hahaha miss Rúnarsdóttir, voða erum við samtaka!
Ég var "réttu" megin við Þjórsá í gær
.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 22.7.2007 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.