19.7.2007 | 19:45
Allt er hey í harðindum
Ég átti leið niður í Sandvíkurhrepp (hinn forna) áðan og fór þá hjá túnunum í Björk. Við eigum þessi tún svo best ég veit. Kafloðnar flatir og ætti að vera löngu búið að slá. Er ekki kæruleysi af þeim sem ráða málum okkar hér í sveitarfélaginu að slá ekki túnin okkar í þessari líka frábæru heyskapartíð. Ég veit ekki betur en bændur um allar sveitir leigi slægjur eða slái sjálfir og selji hey í stórum stíl. Af hverju ekki við. Eigum við of mikið af peningum?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.7.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 197629
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óslegnar flatir í Björkinni bíða,
bleðlum og krónum Árborg fórnar,
því lengur sem dagar og vikurnar líða,
verður tuggan verri á borðum bæjarstjórnar.
(fljótfærnis-staka)
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 20.7.2007 kl. 00:04
Kvitt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.7.2007 kl. 13:40
Góður punktur. <- Punkturinn fyrir aftan punktinn var líka góður.
Josiha, 21.7.2007 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.