17.7.2007 | 21:13
Bara þetta eina "klukk"
Ég geri það fyrir Jórunni í þetta sinn, en ég er jafn lítið fyrir svona skylduskriftir eins og ég er lítið fyrir "dirty"brandara. Sendi þá aldrei áfram þó ég líti lauslega á ein og einn. Átta atriði um sjálfa mig gætu litið einhvernvegin svona út.
Ég er fædd 1944 á Engi í Mosfellssveit.
Ég ólst upp í Hrunamannahreppi.
Ég á alltaf sama manninn.
Ég á þrjú börn og jafnmörg tengdabörn.
Ég á sex barnabörn.
Ég er stuðningsfulltrúi í grunnskóla og finnst það gaman.
Ég er ekki fín frú.
Ég er "útivera".
Ég er skrifari, á erfitt með að hætta þegar ég byrja.
Ég vil síður gera fólki þann grikk að klukka það. En bara fyrir Jórunni: Jóhanna Guðbjörg, Berglind, Zófus, Rúnarsdóttir, Fjóla Signý, Sig. Hreiðar, Guðmundur Karl.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
búin
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 18.7.2007 kl. 00:12
Líka búin ...
Rúnarsdóttir, 18.7.2007 kl. 01:04
Hei!
Har sjølv opplevd ammetåka,då mine var små. Men at det finns ei mormortåke òg, det var eg ikkje klar over.. Kan ikkje sjå meg mett på det vesle nurket. Eg slepp alt eg har i hendene for å ta henne så snart det kjem ein knyst.
Det er godt det vi bur så langt unna, at eg må ha jakka mi på for å besøke dei... Elles hadde eg vel vore der støtt. Klart vi må hjelpe den nybakte mora, men ho treng òg ro til å bli kjent med den vesle og den nye rolla si.
Det skal bli spennande å følgje dei i tida framover ;)
Jarle.
Jarle Haugen (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 01:29
Hei Jarle !
Nu bare má jeg "játe" meg segret. jeg fárstár ikke for nogon skuld hva du mener med denne táke eller hvordan du tænker á spise den. (Er svona bolla á lyklaborðinu þínu?) Nu er det bare to dager igen. ha det bestandig bra, hilsen fra
Helga R. Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 09:12
Skal skoða þetta klukk þegar ég má vera að -- kannski ekki fyrr en eftir næstu helgi.
Mest stendur í mér að velja eitthvert fólk til að klukka sjálfur!
Sigurður Hreiðar, 18.7.2007 kl. 11:15
S.H. hafðu nú aldeilis engar áhyggjur af því. Mér er slétt sama, en það væri gaman að frétta hvað þú ert að gera í blíðunni? kv.
Helga R. Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 13:49
Gera í blíðunni? Jú, velta því fyrir mér hvað ég á að klukka um mig…
Nei annars, það er minn bjargfastur ásetningur að fullgera bílskúrinn, líka að innan, meðan mér endist aldur og svona megnið af vitsmunum og hreyfanleika. -- Reyndar skrópaði ég úr skúrnum eina þrjá tíma í dag og við Álfheiður hjóluðum eftir fræðslustíg Mosfellsbæjar alla leið upp í Gljúfrastein! -- Og aftur til baka, merkilegt nokk.
Desuden: Helga Dís og Þórður Björn voru að kaupa nýja íbúð í blokkinni hér fyrir ofan okkur og stefna að því að vera flutt inn áður en nýja barnið fæðist, sem á að verða í byrjun ágúst. Miðað við útlit dóttur minnar held ég að það hljóti að verða fyrr… En þarna er eftir að velja og leggja gólfefni á um 140 fermetra og mér þykir líklegt að gamli verði kvalinn til að koma þar eitthvað við sögu. Kveðja í bæinn.
Sigurður Hreiðar, 18.7.2007 kl. 19:48
Auðvitað er alltaf nóg að gera. Ég sá þó að þér hefur tekist að hugsa með þessu, og svo festa á skjá það sem um heilann fór.
Ég sá líka að við eigum það sameiginlegt að hafa frá svo mörgu að segja að því eru allt og þröngar skorður settar í bloggheimum. Þess vegna á ég annan stað sem ég get leitað til og fer nú þangað til að reyna að ljúka ferðasögu skólafélaganna til Leeds. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 18.7.2007 kl. 21:24
já -- ég lauk þessu af -- en þegar ég skrifa í word og flyt það svo yfir í þetta bloggbull kemur það alltaf eins og andskotinn -- allt í belg og biðu. Svo var ég að reyna að laga þetta en sé ekki að það hafi tekist.
Reyndi líka að setja inn mynd af Engi en það fór sömuleiðis í fötuna.
En -- Hlynur Þór hefur svarað og segist ætla að klukka á morgun!
Sigurður Hreiðar, 18.7.2007 kl. 21:45
Helga mín. Ég verð að afsaka það að hafa klukkað þig. Eiginlega sá ég eftir því strax. Ég fann það á mér að þú værir nú ekki hrifin að svona löguðu. Ég gerði það líka fyrir Sollu Ollusak sem byrjaði þetta að taka þátt í því og ég verð að segja að ég gerði það með hangandi hendi.
Takk fyrir þín góðu svör.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.7.2007 kl. 13:43
Allt í lagi Jórunn, ég er við hestaheilsu. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 21.7.2007 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.