Það fjölgar í gæludýrafjölskyldunni

Þegar við komum heim í gær leit ég til brunnklukkunnar í steininum. Datt í hug að vatnið hefði gufað upp eða verið drukkið af tilfallandi köttum eða hundum. Nei, ekki var það,  nóg af vatni og Brúnka svamlaði um pollinn sinn kát og glöð. Krakkann sá ég ekki, en fljótlega kom ég auga á aðra fullvaxna klukku! Getur verið að þær vaxi svona fljótt? Eitt ferðalag vestur á firði og hviss bang krakkinn orðinn stór?

Svo í morgun þegar sólin skein í vatnið sá ég hvers kyns var. Krakkinn var enn lítill, en það hafði bara fjölgað í búinu, Brúnka hafði tælt til sín karl, hvaða leið sem hann hefur nú komið. Eða eru þessar skepnur ekki kven og karlk.? Nú býr þarna sem sagt tæplega vísitölufjölskylda af brunnklukkuættinni. Brúnka, Brúnó og Brynki(a). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með litlu fjölskylduna þína.

Ninna (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 23:31

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sú var tíðin að manni var sagt að brunnklukkur kynnu að fljúga upp í mann og ofan í maga -- minnir sagan segja að það væri ekki nokkrum manni holt.

Þessi kvikindi hafa víst þann eiginleika að geta flogið, amk. vissan tíma ársins. Ég man eftir brunnklukkum heima á Hulduhólum í gamla daga í læk sem rann þar frá heitavatnsafrennslinu -- kannski manstu eftir honum líka, það var í honum slý sem krökkum þótti gaman að ræsta fram og búa til tjarnir og fossa. Ég efast um að brunnklukkunum hafi þótt það gaman.

Sigurður Hreiðar, 17.7.2007 kl. 10:15

3 Smámynd: Josiha

Ha? Er þá ekki hættulegt að fá brunnklukku ofan í magann? Ég hef alltaf heyrt að þær mundu þá borða mann að innan og maður mundi deyja!

Josiha, 17.7.2007 kl. 12:05

4 Smámynd: Josiha

Mér er sem sagt mjög illa við brunnklukkur út af því!

Josiha, 17.7.2007 kl. 12:06

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið þætti mér gaman að sjá þetta. Ég hef nefnilega óskýra minningu um brunnklukkur á polli eða einhverju út á GRímstaðarholti þegar ég var lítil við mamma stoppuðum alltaf og litum á þær og hún sagði eimitt að þær gætu flogið upp í mann en síðan hef ég ekki séð svona kvikindi og langar að sjá hvernig þau líta út. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.7.2007 kl. 13:55

6 identicon

Heia Helga 

Jeg beklager at kommentarene til denne artikkelen er gått tapt ved en teknisk inkurie. Vi ber om forståelse for at det kan oppstå mindre feil under innkjøringsfasen for det nye publiseringsverktøyet.

 Jarle

Jarle Haugen (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 20:17

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Kjære Jarle.

Jeg er glad á (Þarna ætti að vera bolla yfir en hún er ekki til á mínu borði) se at du tænker pá meg en gang imellom. Háper du har det bra og at du ikke er for ensom. Hilsen fra Helga.

Helga R. Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 21:00

8 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Hver er þessi Jarl Haugur?

EÖS vaknaður til lífsins?

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 18.7.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband