9.7.2007 | 18:58
Hvar vex álið?
Nú er ég viss um að einhver segir "sú er vitlaus". Í fréttunum áðan var verið að segja frá því að endalaus eftirspurn sé eftir áli í heiminum. Einhver álver eru að verða of gömul og að þá þurfi jafnvel að byggja tvö ný fyrir eitt úrelt. Ósköpin öll þarf að nota af þessu áli. Ég sagði nú bara svona við sjálfa mig og þann sem heyrði: Hvaðan kemur allt þetta ál? Hráálið sem flutt er til landsins, ég veit að það kemur, en hvaðan, og er það bara allt úr einhverju ónýtu drasli? Eða hvernig er þetta bara? Getur einhver sagt mér það. Mér er ljúft og skylt að viðurkenna að ég veit ekki allt.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst þú ekkert vitlaus. Ég spurði sjálfa mig að því sama áðan þegar ég hlustaði á fréttirnar.
Ninna (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 20:58
Ál smál ... mig langar í göngutúr.
Rúnarsdóttir, 9.7.2007 kl. 22:43
Vildi að ég vissi.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.7.2007 kl. 22:33
Álið kemur frá Ástralíu. Það er siglt með það til Íslands þar sem það er hálfunnið og svo siglt með það til baka til Ástralíu. Hagkvæmt og umhverfisvænt?
GK, 11.7.2007 kl. 01:28
Nú er ég að KLUKKA þig!Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þín og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn !
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.7.2007 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.