8.7.2007 | 20:31
Loksins gæludýr í Rauðholti
Við erum búin að eignast gæludýr og ekki aldeilis neitt venjulegt. Líklega er það af langvarandi þurrkum sem blessuð skepnan leitaði hælis hjá okkur.
Í steininn frá Hrepphólum, fuglasteininn sem tekur tíu lítra af vatni, höfum við reglulega fyllt úr krananum í þvottahúsinu. Fuglarnir verða að fá að drekka, og jafnvel baða sig. En það er ekki fugl sem leitaði þar hælis. Nei það er brunnklukka. Hún syndir þarna um eins og í mýrarpytti væri, og til að staðfesta búsetuna og líklega ánægju með nágrannana þá er hún búin að ala barn. Pínulítill brunnklukkukrakki fylgir henni á sundinu. Tvær ömmustelpur fylgdust þarna með fjölskyldulífinu í dag - með munnana vandlega lokaða - því allir vita að brunnklukkur hoppa uppí mann sem gapir yfir læk eða keldu. Og aðvitað ekki síður sé hún í fuglasteini á bletti í austurbænum. En hvaðan í ósköpunum kom hún?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún hefur vitanlega stokkið frá andapollinum á tjaldstæðinu alla leið í Rauðholtið... í einu stökki!
GK, 9.7.2007 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.