4.7.2007 | 17:30
Þrumur og eldingar
Ég er búin að vera í stuttbuxum í margar vikur. Alveg eins og ég myndi gera í útlöndum. Í dag fórum við mæðgur í vettvangsferð um nágrennið. Fyrst austur í Flóa, í móana í landi Króks. Við fórum til að skoða gamla lambhúsið sem enn er þar að hálfu uppistandandi. Þetta er nú orðið ósköp lélegt hús, en samt var það í notkun þegar við komum að. Tveir hrútar og ein rolla með lömb höfðu fundið sér þar skjól fyrir sólargeislunum. Mér finnst það illa gert við þesi grey að sleppa þeim út í sumarblíðuna án þess að rýja. "Það fæst ekkert fyrir ullina", segir kannski einhver, en hugsið ykkur að druslast með þetta utaná sér í sumarhitanum. Ég er hrædd um að einhverjum fyndist nóg um ef hann væri skikkaður til að vera í kraftgallanum allt sumarið, dag og nótt.
Við fórum næst einn hring í miðbænum, þar sem allt er nú í rúst. En sáum þar þó vott af endurbótum. Hópur af strákum, sennilega frá Ræktó, voru að leggja gangstéttar og létu ekki reka á eftir sér. Þeir voru alveg á fullu og má mikið vera ef eitthvað verður þar óunnið í kvöld.
Hjá Maddömunum komum við beint í nýlagað kaffi sem okkur var boðið að smakka á og drekka úr yndislega gamaldags ( enda antik) mokkabollum. Það er gaman að koma þar. Úti á stéttinni heyrðum við til þrumu yfir fjallinu. Næst heimsóttum við Náttúru, hún er meri brún og eyðir sumrinu með fjórum öðrum hrossum í grænum haganum fyrir utan á. Þar fórum við að taka eftir þrumunum svo um munaði. Yfir Grímsnesi og Laugardal lá þungur skýjabakki og þaðan bárust þrumurnar, stundum samfleytt í langan tíma. Guðbjörg reyndi að taka þær upp á video, þ.e.a.s. hljóðið, en líklega truflaðist það af bílahljóðum á Suðurlandsveginum.
Þess vegna fórum við inn með fjalli, inn fyrir Tannastaði og þar reyndi hún að gera þetta svo vel væri. Það voru stöðugar þrumur og ekki langt í burtu, en við sáum ekki eldingar, þær hafa verið inni í skýjabakkanum og eiginlega var sólbjart. Einkennilegt veður. Það rigndi greinilega úr þessum skýjum, í Grímsnesinu og gott ef ekki efst á Skeiðum líka. Ekki þorðum við að vona að dropar féllu á kartöflurnar okkar og trén í Mýrinni.
Ferðalok voru svo í ís á Arnbergi. Við fórum út á Langanes og aðeins uppí Hellisskóg á meðan við vorum að ljúka við hann. Gott ferðalag.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, þetta var næs
.
Við JKL borðuðum hakk og spaghettí í kvöldmat, aleinar ...skemmtilegur dúett, sko við tvær!
Lalli hringdi áðan, er á Sprengisandi með ryk í nefi.
Helga er að flytja Ásu Ninnu í 101 rvk.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 4.7.2007 kl. 20:13
Allir á ferð og flugi og gaman að lesa hvað allir njóta sumarblíðunnar vel. Já, aumingja kindurnar. Ekki vildi ég vera í lopapeysu núan.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.7.2007 kl. 20:19
Gangstéttardrengirnir duglegu eru frá Suðurlandsverktökum.
GK, 4.7.2007 kl. 22:55
Þeir voru fjórir og hentu hellum frá einum til annars eins og þeir ættu lífið að leysa...virkilega unpolskí
.
Sem sagt sólbrúnir og sveittir sunnlendingar.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 4.7.2007 kl. 23:49
Mér finnst gaman að sjá duglega menn vinna. Ekki skemmir þegar þeir eru berir að ofan! Hehehe...
Josiha, 5.7.2007 kl. 12:17
Sammála Jóhönnu! ;)
Karen vinkona var næstum búin að keyra á í fyrradag þegar við keyrðum framhjá hálfberum, sólbrúnum og stæltum strákum í útivinnu ;)
Ninna (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 22:28
Það eru nú samt einhverjir polski caramba þarna... en þeir vinna örugglega hægar...
GK, 6.7.2007 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.