3.7.2007 | 20:55
Skemmtileg leikföng
Allir sem eiga börn lend einhverntíman í því að allt dótið er orðið hundleiðinlegt. Búið að veltast með þetta um gólfin mánuðum saman og ekkert er spennandi lengur. Ég lærði ráð nýlega. Ráð til að búa til nýtt dót, óskaplega spennandi fyrir börn, frá eins árs og - ég held bara alveg upp til fullorðinsára.
Flestir hafa séð maðkaflugurnar sem safnast saman í gluggum guðshúsa á Íslandi - til þess eins að deyja. Ég veit ekki hvernig þær koma sér þarna fyrir, oftast er allt kyrfilega lokað vikum saman og samt fyllast allir gluggar af dauðum flugum. En þessar flugur er líka stundum hægt að finna lifandi, gjarnan upp til sveita eða í sjávarplássum. Þar er reyndar nokkuð öruggt að finna nóg af þeim.
Maður fær sér box úr glæru plasti, og þá meina ég alveg glæru, með loki sem smellur vel yfir. Svo veiðir maður tvær eða þrjár maðkaflugur, setur í boxið og lokar. Komið dót. Dót sem er hægt að sitja með tímunum saman, velta fyrir sér á ýmsa vegu og má jafnvel taka með í baðið. Þetta dót endist alveg heilan dag lifandi og þeir sem eru mjög viðkvæmir og náttúruvænir geta sleppt flugunum út að kvöldi og veiða svo bara aðrar næsta dag. Það má auðvitað nota aðrar tegundir, t.d. geitunga, margfætlur, hunangsflugur, kóngulær eða járnsmiði - möguleikarnir eru óteljandi. Og kostar ekki neitt.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
JKL kemur alltaf heim af leikskólanum með vasa fulla af trjámöðkum (trjámaðkastöppu)
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 4.7.2007 kl. 00:14
...ætla að benda henni á flugur og box!
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 4.7.2007 kl. 00:15
En sniðugt. Reyndar er DNG mest fyrir að borða flugurnar, hahaha...
Josiha, 4.7.2007 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.