Úr bankanum í Bókakaffið

Ég byrjaði daginn á því að fara í laugina og þar sleikti sólin mig fram undir hádegi. Ég fór í búð í leiðinni heim og svo kom Guðbjrg með Ívar og Júlíu í smá heimsókn. Ívar kom eiginlega til að kveðja og sýna gallann flotta sem hann var að fá til að nota í boltanum í sumarbúðunum. Hann fer að Ástjörn á morgun og verður í hálfan mánuð. Eftir hádegið fór ég gangandi í bankann og tók hana Ásu með mér. Við fórum heldur lengri leið en þurfti og svo eftir bankaviðskiptin litum við á syni okkar sem báðir vinna í sama húsi. 

Við vorum komnar í ríki Bjarna þingmanns, Bókakaffið við Austurveg.  Það endaði með að við settumst þar að og pöntuðum kaffi og köku. Þarna var stjanað við okkur - og ég segi það satt - kakan var verulega góð. Mér tókst að kaupa tvær bækur á meðan við biðum eftir kaffinu, samt biðum við ekkert lengi. Önnur var um hana "Tryppa Siggu" sem kölluð var, merkiskona sem ég man eftir frá uppvextinum í sveitinni. Eldgömul bók sem kostaði 300kr. Ég þekkti Siggu þó aldrei persónulega, en heyrði af henni sagt. Hún ferðaðist um landið ríðandi árum saman og kom alltaf við á ákveðnum stöðum. Ég þarf að lesa bókina til að geta betur sagt sögur af henni seinna meir. Hina bókina gaf ég syninum á staðnum, það er bók sem hann getur þurft að nota á ferðum sínum í fréttaleit um Suðurland. 

Svo gengum við aftur af stað, nokkra króka  og svo í Bónus , síðasta viðkomustað fyrir heimkomu.  Seinni partinn kom svo Guðbj. Hj.  aðeins við og við skipulögðum "Góðra vina fund" morgundagsins.  Blikksmiðurinn og frú komu svo við í kvöld, á góðri gönguferð um bæinn.    Ég er líka að sjóða sultu, en er orðin krukkulaus. Hvað gera bændur þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, ég er líka að sjóða sultu, hún kraumar enn í pottunum svo að ég veit ekki hvað krukkurnar endast. Getur þú útvegað súluösp?, er hún mjög viðkvæm? Gaman að fræið frá Leeds er að dafna.Bestu kveðjur.

María von Iceland (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 21:35

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Já  "María von Iceland", ég á svona aspir á bakvið hús. Þær eru í pottum og má planta hvenær sem er og þær eru ekki vitund viðkvæmar. Ég veit ekki til þess að nein af þeim 30 - 40 sem ég hef látið frá mér hafi dáið.

 Það er aldeilis lán að við erum ekki lengur í "Ríki drottningarinnar".   Láttu sjá þig. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 2.7.2007 kl. 22:07

3 identicon

Lít við hjá þér á morgun. kv.

María von Iceland (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 22:15

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Glæsilegt!

Helga R. Einarsdóttir, 2.7.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 197631

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband