Á faraldsfæti

Ég ætla alltaf að láta vita ef ég fer eitthvað að heiman, svona um helgar og í sumarfríinu. En þá læt ég bara vita eftirá, allir geta saknað mín  þangað til. Bófar og ræningjar kunna nefnilega alveg að nota tæknina og kynna sér hvar líklegast er að finna tóm hús um helgar. Reyndar vita þeir ekki heldur hvaða svívirðilegu ráðstafanir og samráð er í gangi hér hjá okkur nagrönnum, þeir komast að því þegar á reynir.

Við fórum sem sagt í gær upp í Borgarfjörð, í heimsókn til fjölskyldunnar sem á þar afdrep um helgar. Vegna ræningjanna segi ég auðvitað ekki hver þessi fjölskylda er eða hvar hún býr virka daga. 

Við byrjuðum á að koma við í "Ostabúðinni Bitruhálsi" og kaupa osta, bæði "sauða og geitaosta". Rándýra og innflutta, en það þótti nauðsynlegt að kynna sér  þessar afurðir útlendra klaufdýra sem best.  Eins og allir vita var dýrðarblíða um land og sjó, alla vega vestanlands, í gær og engin leiðindi í umferðinni heldur. Við tókum okkur góðan tíma, komum við í Borgarnesi til að fara í búðir m.a. til að kaupa rauðvín sem einhver hafði grun um að væri nauðsylegt að eiga með sauða og geitaostum.

Í sveitinni var allt á kafi í heyskap og undum við okkur þar í sem fæstum orðum einstaklega vel og nutum gestrisni heimamanna eins og oft áður.                                 Í gærkvöldi var mér boðið að vera viðstödd kvöldvöku sem haldin var í eldhúsinu í höfuðstöðvunum. Þar fóru nokkur ungmenni með sögur og brandara og tókst vel. Mér var mikill sómi sýndur með því að fá þarna aðgang eins og heimamaður væri.

Auðvitað var smakkað á ostunum alveg eins og til stóð, en eiginlega má segja að þeir "stóðu sig ekki sem skyldi".  það var ekki af þeim neitt óbragð, en það var bara vegna þess að þeir voru alveg bragðlausir. Ekki veit ég hvað gerir þá svona dýra, kannski er þetta  bara snobb?

Í morgun var svo veðrið enn betra ef það var hægt og haldið áfram að hirða, slá og snúa.  Við kvöddum svo og héldum heim í fyrra lagi, til að lenda ekki í "umframumferð" en það er umferð sem er meiri en vegirnir þola.  Við komum samt við hjá "Gleym mér ei" í Borgarnesi, það gerum við alltaf, og svo skoðum við "Sveitamarkaðinn" við Leirá. Þið skulið líta þar við þegar þið eigið leið um, þar er meira um að vera en sýnist í fyrstu.  Svo fórum við Hvalfjörð og Þingvöll og lentum í bullandi rigningu á Þingvöllum. Einhver hefur þar dansað afdrifaríkan regndans í gærkvöldi, kannski án þess að vita það. Löggan í Borgarnesi gómaði marga vegadólga um helgina, og svo voru líka ræningjar á ferðinni þar vestra. En ég get svarið það "við gerðum ekki neitt".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Já, það er alveg rétt hjá þér að láta ekki vita fyrr en eftir á. Ísland er ekki svo saklaust lítið land lengur...

Josiha, 1.7.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já ekki ringdi hér nema það kom skúr. Gróðurinn þarf rigningu en ookur mönnunum líður vel þessa dagana. Ótrúleg bíða dag eftir dag. Gott að þú skemmtir þér í Borgarfirðinum. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.7.2007 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 197631

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband