29.6.2007 | 17:22
Allt er nú hægt í Reykjavík!
Ég heyrði áðan í útvarpinu auglýsingu frá einhverri verslun á höfuðborgarsvæðinu, ég tók því miður ekki eftir nafninu. En þessi búð auglýsti nokkuð sem ég hef hingað til haldið að ekki væri til.
Auglýsingin var einhvernvegin svona. "Nýkomin sending af sauða og geitaosti", váá, sauðaosti - hvernig er það hægt? Sauðir eru hrútar sem búið er að gelda - hélt ég. Og þó ekki væri búið að fara þannig með þá hef ég aldrei heyrt að hrútar af nokkru tagi gæfu af sér mjólk, sem er algerlega nauðsynleg svo hægt sé að búa til ost.
Ég man hins vegar að þegar ég var úti í Noregi heyrði ég talað um "sau", og þá var átt við rollurnar sem voru þar, að vísu allt öðru vísi en okkar. Allar kollóttar með dindil niður í hnéspætur, samt kann ég ekkert skárra orð yfir það. Varla hali eða heldur skott? En þar sem ég var, í Guðbrandsdalnum, voru þessar skjátur þó alla vega sendar uppá heiði yfir sumariðm með bjöllur um hálsinn svo hægara væri að finna þær aftur.
Gæti hugsast að osturinn í Reykjavík sé búinn til úr mjólkinni úr þeim og svo fluttur til Íslands? Sau verður þá sauður þegar komið er í hillurnar í búðinni. Gæti verið.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 197631
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Má ætla að sauður hafi samið auglýsinguna.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.6.2007 kl. 17:28
Ættum við að benda honum á eitthvað skárra? Til dæmis "ærostur", eða "kindarostur". Það gæti ruglast við kinder, þú veist eggin. Það gæti verið úr þýsku og þýtt krakkaegg. Það er hægt að klúðra öllu.
Helga R. Einarsdóttir, 29.6.2007 kl. 19:05
Hæ Helga.
ÉG var að lesa innleggið þitt um sjúkrabílana! ÉG get sagt þér að sjúkrafluttningamennirnir hafa ekkert með það að gera hvort þeir setji sýrenuna á eða ekki. 112 stýrir því alfarið. En hitt er svo annað að sjúkraflutningum hefur fjölgað til muna hér á suðurlandi, og það líka síðan sjúkrafluttningarnir fóru frá lögreglunni yfir á Heilbrigðisstofnunina. ÉG þekki nú svolítið til þarna, þannig að ég tel mig ekki vera að fara með rangt mál:o)
Sumarkveðja
Berglind
Berglind , 29.6.2007 kl. 22:54
Takk fyrir þetta Berglind og gott að vita hvernig liggur í málinu.
En hvers vegna sem það er hafa fleiri en einn og tveir haft orð á þessu í mín eyru. Vælið þarf alls ekki að koma frá sjúkrabílunum eingöngu og kannski eittvað sé breytt í áherslum hjá 112. Hvað sem er með það mér tókst með þessu að vekja þig af löngum bloggdvala og það er bara gott. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 29.6.2007 kl. 23:02
Halló frænka
þú er full föst í þessu með sauðskepnuna. Hér áður fyrr var þetta samheiti yfir allar skepnur af þessari tegund. Lestu bara Íslenska orðabók, þriðju útg. frá 2002, II bindi bls. 1247-8. Þar sérðu ýmislegt um þetta, m.a. sauðamjólk, sauðaþykkni, sauðasmér -- og eitt og annað fleira sem kemur jafnvel frekar við sauðafrúnni en sauðaherranum.
Við erum bara um margt orðin svo orðafátæk og einsýn að horfa bara á þrengstu merkingu. Sbr. það að orðið „maður“ eigi bara við um okkur karlskepnurnar. Ja, maður, ég á bara ekki orð…
M.a.o. Ég var að senda þér línu „hinum megin“ um hana Ólöfu okkar. Sé reyndar að þar er í villa í netfanginu svo ég læt pistilinn fylgja með líka hér, nú leiðréttan:
Þá hlýtur þetta að vera hin eina rétta Ólöf -- ég þakka fyrir kveðjuna og gaman að vita að Lóa er þokkalega hress.
En -- svona upp á framtíðina og persónuleg samskipti: prófaðu auto@simnet.is
Mbkv
Sigurður Hreiðar, 30.6.2007 kl. 13:42
Mín að hrista upp í liðinu?
Á mínum vinnustað er eins og á Manhattan (aldrei komið þangað) sökum sírenuvæls, kannski eru svona margir veikir. Þeir koma líka austan úr sýslum með þá veiku.
En ég er fegin að regndansinn klikkaði.
mýrarljósið (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 14:02
Ég ehld ég segi bara eins og Heimir.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.6.2007 kl. 21:25
Sigg Hreiðar - nú þarf ég að fara að ala um annað. En ég fellst alveg á það sem þú segir, nenni hreint ekki að fara að útvega mér Íslensku orðabókina 3. útgáfu 2002 til að lesa þessa einu blaðsíðu 1247 - 8. En í næstu færslu getur þú fræðst meira um þennan víðfræga ost.
Ljósið mitt, heldurðu við gætum kannski einhverntíman farið til Manhattan?
Helga R. Einarsdóttir, 1.7.2007 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.