Sumargleði í Mýrdalnum

Síðustu daga hef ég búið í Vík í Mýrdal og stundað þaðan gönguferðir.  Á mánudag gekk ég á Reynisfjall í sumarblíðu og sólskini. Við (vinnufélagar) fórum frá veginum þvert yfir fjallið og síðan með brúnum, allt að Reynisdröngum og hinu megin til baka.  Um kvöldið fórum við í fjörugöngu og enn var veðrið gott.

Í gær fór svo helmingur hópsins í alvöru fjallgöngu, á hæsta tindinn yfir Víkinni, sem heitir Hatta. Hinn helmingurinn ( og ég) gekk um hlíðar nærri Víkurhömrum og við kynntum okkur svo lifnaðarhætti innfæddra seinni partinn. Okkur var sagt að um miðjan dginn væri hiti í Víkinni mestur á Íslandi öllu.  Þegar ofurkonurnar komu af fjöllum var farið í sund og svo grillað. Þetta kvöld var værð yfir okkur eftir matinn, enda kuldalegra úti en áður og við sumar þokkalega grillaða.

Í morgun gengum við svo allar saman á Hjörleifshöfða í hífandi roki og sandbyl. En við urðum að fara alla leið upp til að skoða leiði forfeðra einnar okkar.  Allt var þetta einstaklega vel heppnað,  ekki síst góður aðbúnaður í húsinu Sigurðarstöðum í Vík.  Þökk sé þeim sem vöktu yfir okkur þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Sértu velkomin heim

Josiha, 27.6.2007 kl. 22:32

2 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 27.6.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 197631

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband