24.6.2007 | 19:19
Hvað sást þú skemmtilegast?
Í umferðinni, heima, í bústaðnum eða útilegunni. Eða bara á gangi í bænum. Það sem ég sá skemmtilegast var ein lítil græn spíra sem gægist upp úr moldinni í potti frammi í þvottahúsi. Þessi litli angi á sér sögu, alveg einstaka sögu sem ég verð að segja.
Um daginn var ég í Leeds með vinnufélögum, við vorum í "vinnuferð", sem þýðir að við fórum alla daga í skóla þarna í borginni til að kynna okkur það sem þar er verið að gera. En síðdegis gátum við svo skoðað borgina. Nærri hótelinu hafði ég komið auga á falleg furutré sem ég ákvað að skoða betur og jafnvel reyna að hafa nokkuð gott af.
Ég taldi nokkrar vinkonur á að koma með mér einn daginn til að reyna að ná könglum af þessum trjám. Þær lögðu af stað fjórar, en spottinn að trjánum reyndist lengri en haldið var og fækkaði fljótlega um þrjár. Við tvær sem eftir vorum komumst alla leið og hófst nú leit að könglum sem við næðum til. Engir reyndust í seilingarhæð en þá var leitað á jörðinni. Vinkonan náði taki á stórri grein sem hún sveiflaði sér í góða stund eins og Níels hennar Línu myndi hafa gert ef hann hefði verið í Leeds. En það dugði ekki, enginn köngull datt á jörðina. Við vorum að verða vonlitlar þegar ég kom auga á einn köngul sem lá á jörðinni. Ég tók hann og fann svo annan. Þetta urðum við að láta gott heita. Ég þakkaði vinkonunni góðan stuðning og við snerum til hótelsins.
Heim komin gerði ég krufningu á könglunum, en fann þar ekki nema eitt fræ sem sýndist þroskað. Það fékk mold í pott í þvottahúsglugganum og gerði mér svo glaðan dag í dag. Hvað sást þú skemmtilegt?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 197631
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var aldeilis skemmtileg lesning. Það skemmtilegasta sem ég er búin að sjá í dag er líklegast bara efnafræðibókin sem ég er varla búin að líta upp úr í dag, próf á morgun sjáðu til.
Ninna (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 22:54
Ég sá nokkuð sem gladdi mig. Karl faðir minn hafði gleymt tveimur Glæsitopps plöntum í bakka og voru þær vægt til orða tekið orðnar þurrar. Ég tók þær að mér og hjúkraði þeim og í dag sá ég merki um að bati muni nást.
Aveg hreint frábært, nú þarf ég bara að útvega mér 89 í viðbót til að eiga í hekk við nýja húsið mitt
Kv. Kristjana
Kristjana (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 00:08
Þetta var ný frábærthjá þérþ
Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.6.2007 kl. 21:40
Í gær sá ég sveitta kalla inní Mýri grafa niður rafmagnslínu
þeir settu slaufu á milli okkar.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 26.6.2007 kl. 11:43
Tvö lítil rassber barnabörn, skoppandi um garðinn minn á hinni árlegu Jónsmessuhátíð í mýrinni:)
mýrarljósið (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.