24.6.2007 | 18:24
Það er svo margt skrýtið og skemmtilegt
Að sjá í umferðinni um helgar eins og þessa. Væntanlega líka ýmislegt ljótt og leiðinlegt, en um þessa helgi fór það framhjá mér að mestu. Ég hef ekki séð neitt umferðaróhapp og ekki heldur neinn vegadólg. En ég hef séð bíla, marga, í löngum lestum með ótrúleg viðhengi aftaní sér. Hestakerrur, fellihýsi, tjaldvagna, kerrur með fjórhjólum eða pikkup bíla með mótorhjól á palli og kerru aftaní með fjórhjóli einu eða fleirum. Nokkrir voru á ferðinni í dag með kerrur og þar á einhverskonar golfbíla. Einn sá ég í gær með kerru og Farmal Kubb þar á. Fyrir þá sem ekki vita ,er Farmal Kubb - traktor sem var vinsæll um miðja síustu öld. Húsbílar eru svo í lestunum óteljandi og af ýmsum gerðum og stærðum.
Fornbílarnir hafa sett svip sinn á umferðina hér þessa helgi og eru nú að snúa til síns heima. Takk fyrir komuna, það er alltaf gaman að sjá alla þessa glæsivana samankomna. Þeir blanda sér nú í lestarnar sem stefna allar að einu marki - til borgarinnar við sundin. Það er víst bara 20 km. hraði á þeirri leið núna, svo vonandi gengur allt vel og allir koma heilir heim.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 197631
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.