"Fyrir austan fjall"

Nú er sumartraffíkin skollin á og við "sveitamenn" fylgjumst með fullir aðdáunar og undrunar í bland. Við sem búum hér á Selfossi  höfum held ég mörg komið okkur upp ákveðinni tækni til að komast ótrufluð í gegnum helgarnar á sumrin.

Það eru nokkrar reglur sem nauðsynlegt er að kunna og fara eftir.

1. Reyna að ljúka öllum innkaupum fyrir helgina eigi síðar en á fimmtudegi.                Ef það tekst ekki má reyna við Bónus síðdegis á laugardegi, en þá er bara allt búið í búðinni.

2. Ekki fara niður í bæ að nauðsynjalausu frá  hádegi á föstudegi til hádegis á laugardag.

3. Ekki reyna að komast í Nóatún eða bókasafnið öðruvísi en gangandi eða á hjóli.

4.  Ef maður getur fundið sér eitthvað að dunda í Reykjavík, er upplagt að nota helgarnar í það og fara þá um suðurstrandarveg.

 1.Svo er líka hægt að halda sig innan lóðamarka með nógan mat og drykk þangað til vinnuvikan byrjar aftur á mánudag. 

Við hjónin höfðum ekkert að gera síðdegis, þegar við vorum búin að fara á Stokkseyri að sækja mold og í Blómaval eftir pottum, svo við dóluðum aðeins um göturnar og fylgdumst með umferðinni. Þetta er með ólíkindum, hvert er allt  fólkið að fara?

Á planinu við Fossnesti þar sem einu sinni var talið líflegt á föstudögum, þegar kannski voru þar saman 20 - 30 rútur fullar af fólki á leiðinni í Þórsmörk eða bara eitthvað út í buskann, sáum við nú ekki eina einustu rútu. En þar var allt fullt af bílum, flestir með einhverskonar viðhengi misjafnlega stór, en öll stór. Þessu var lagt þvers og kruss og svo var fólk á hlaupum sitt í hverja áttina. Kallinn í bensínstöðina á meðan konan fór í ríkið. Eða konan í aðótekið á meðan hann sótti kjúklinga. Jafnvel voru sum svo bjartsýn að fara bæði í Bónus, en þá var nú ekki von á að sjá þau aftur fyrr en eftir lokun.

Einn stærðar jeppi með ennþá stærra hjólhýsi hringsólaði um planið og í kringum bensínstöðina aftur og aftur, sennilega hefur hann sent konuna í Bónus og ætlað að koma sér fyrir einhversstaðar en ekki tekist. Hún hefur svo orðið að henda sé uppí á ferð ef hún slapp þá út úr búðinni áður en hann varð bensínlaus.

Það er bara gaman að fylgjast með þessu stressi álengdar. Aumingja fólkið heldur að það sé svo þægilegt að komast út úr bænum og sinna svo öllum sínum erindum hér, en ég efast um að það sé alltaf auðveldari leiðin.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já Selfoss er stór bær á íslenska vísu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.6.2007 kl. 13:03

2 Smámynd: Josiha

Á svona dögum væri maður mikið til í að þjóðvegur 1 lægi ekki í gegnum bæinn... Það er bara rugl mikil umferð!

Josiha, 24.6.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 197631

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband