20.6.2007 | 21:25
Bæði get ég flogið og keyrt hvaða bíl sem er.
Við fengum nýjan bíl í gær - auðvitað rándýran eins og allir nýir bílar eru, en annars bara ágætis bíl - held ég. Ég var að hugsa á leiðinni austur að nú þyrfti ég að læra að keyra þennan nýja bíl, þá finnst mér best að fara ein eitthvað út í buskann til að kynnast gripnum. Ég hef svo sem oft áður þurft að gera svoleiðis æfingar, ég hef ekki tölu á öllum bílunum sem við höfum átt.
En svo hugsaði ég líka til þess þegar ég sofandi í rúminu mínu keyri stóru bílana. Það er gaman. Mig dreymir nokkuð reglulega alveg æðislega drauma, og þeir eru allir í sama dúr. Ég er að keyra, annað hvort rútu af stærstu gerð eða risastóran vörubíl með stórum aftanívagni, ég veit ekki einu sinni hvað það heitir. Og það er ekkert á víðavangi sem ég stunda þetta sport, nei ekki aldeilis, ég er á götum höfuðborgarinnar, og ekki alltaf ljóst hvort ég muni ná beygju eða komast um þröng sund. En þetta tekst alltaf og ég vakna sigri hrósandi og ánægð með sjálfa mig.
Ekki nóg með það, ég get líka flogið. Ekki neinni flugvél eða þessháttar, ekki aldeilis, mér dugir að rétta út handleggina og þá svíf ég um loftið eins og örn yfir Skötufirði. Það er æðisleg. Að horfa yfir landið og sjá þar allt með augum fuglanna. Ég hef að vísu aldrei tekið mig á loft eða lent, en það hlýtur að ganga vel ég vakna alltaf óbrotin.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessir draumar boða bara gott
Josiha, 20.6.2007 kl. 23:44
Móðir mín er fugl sem er á leið í meirapróf ?
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 21.6.2007 kl. 00:40
Skemmtileg færsla, eins og alltaf, og til hamingju með nýja bílinn.
Ninna (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 00:46
Helga ég flýg líka og það er gaman. Ég geri það alveg eins og þú en það er verra með bílana oft get ég ekki bremsað eða eitthvað er að koma fyrir . Svo er ég oft farþegi í allskonr farartækjum, flugvélum ,strætó, lest, skipi. Ætli að þetta sé svona sammannlegur draumur?
Ó já til hamingju með bílinn Helga mín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.6.2007 kl. 17:10
Hvernig bíl?
mýrarljósið (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 23:17
Ég skal koma til þín - ég kann ekki að segja það. Jú annars ég kann það alveg - Toyota.
Helga R. Einarsdóttir, 22.6.2007 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.