Þegar ég lagðist í rúmið af eintómu sólskini

Heilsufarsleg vandamál hafa að mestu farið framhjá mér, sem betur fer, ég þarf ekki að kvarta út af neinu þessháttar.  Þegar ég var yngri - allmikið yngri - alveg þegar ég var táningur, þá fékk ég öðru hvoru skelfileg höfuðverkjarköst.  Fyrst var haldið að þetta stafaði af einhverjum sjóntruflunum og ég fór til augnlæknis í Reykjavík sem lét mig hafa gleraugu. Þessi gleraugu notaði ég aldrei, þau voru bara fyrir mér og gerðu ekkert gagn. Enda fékk ég ekkert hausverk af lestri, þó ég læsi mikið á þessum árum.

Það tók nokkurn tíma að komast að því hvað það var sem helst orsakaði köstin, en ég fann það út sjálf með vaxandi þroska og reynslu. Þau komu helst ef mér var bannað eitthvað, ef eitthvað spennandi stóð til, eða ef sálartetrið varð fyrir einhverskonar áfalli. Líklega benti þetta til einhverskonar geðveika  eftir  þess tíma kenningum. Ég fór aftur til læknis, ég held bara þess sama af því ég man að hann spurði um reynsluna af gleraugunum, sem ég hafði þá ekki séð í marga mánuði.

Þarna heyrði ég í fyrsta skipti orðið mígreni - eða taugakrampi, sagði læknirinn. Nú var ég send heim með einhverja dropa sem ég átti að taka tvisvar á dag útí mjólk. Ógeðslega vont á bragðið.                Í minningunni einhverskonar joðbragð held ég, samt veit ég ekkert um joð. Ég lagaðist ekki af dropunum, en nú fór ég í alvöru að komast að því að skapið gat hjálpað mér ef ég reyndi að halda því svona frekar í góða gírnum. Ekki láta æsa sig og stressa. Aldrei velta mér uppúr óþarfa leiðindum. Mér fór að batna, en kannski var það líka vegna þess að gelgjan var að ganga yfir.

En það var eitt sem lagaðist ekki fyrr en löngu seinna. Ef ég var úti í miklu og sterku sólskini mátti ég ganga að því vísu að liggja flöt með bullandi hausverk næsta dag.   Það tók mig jafn langan tíma að skilja samhengið eins og það tók mig að fatta af hverju ég gat aldrei sofnað eftir fundi eða annað álíka með kaffiþambi.                                Ég fékk sólsting berhausuð úti í sólinni. Eftir að ég fór að passa mig og setja á mig derhúfu frá ESSO eða öðrum álíka, þegar sólin er sem  sterkust, er öllum mínum sorgum lokið.  Ég get verið sólarmegin í lífinu alla daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Já, en ég held að það sé ekki sólstingur að hrjá mig, þó að það sé alveg ágætis uppástunga. Ég man eftir því að hafa verið að vinna í Krónunni og það var glaða sólskin úti. Ég horfði e-ð voða mikið út (á hringtorg), var að pæla hvað það væri ofsa gott veður úti og svona (sérðu þetta ekki alveg fyrir þér? hehe). E-ð endurkastaðist sólin af bílrúðunum fyrir utan...allavega var ég komin með bullandi mígreniskast stuttu seinna. Og ekki var sólin mikið að skína á hausinn á mér inn í búð. Augun í mér eru bara svo hrikalega viðkvæm fyrir of mikilli birtu. Ég ætti helstað vera með sólgleraugu í hvert sinn sem ég fer út - hvort sem það er sól eða ekki.

Jæja, komin vísir að ritgerð, hehehe...

Josiha, 20.6.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband