Er búið að breyta Mogganum?

Vá! Ein biluð - þegar Mogginn birtist á skjánum í morgun hélt ég að eitthvað væri að.   Allt svo ofboðslega  bleikt. Svo "varð ljós" - það er "konudagurinn". Ég hef aldrei verið svona "bleik kona". Ég er  aldeilis ekkert fyrir það gefin að útmála konur bleikar og karla bláa. Það bara er einhvernvegin ekki í mér.

Allt í lagi að klæða lítil börn bleik og blá á meðan ekki er hægt að sjá hvort er strákur eða stelpa. Það getur verið dáldið pínlegt að óska til hamingju með soninn, ef það er svo dóttir. Ef ekkert er gefið í skyn með öðrum hvorum litnum, kannski bara hvanngrænn krakki, verður maður stundum að segja "til hamingju með barnið", en kemur þá auðvitað upp um sig. "Ég átti að vita hvort það var"Blush.

Hins vegar fór ég í bleikan bol út af einhverju kvennahlaupi sem dóttir mín plataði mig í fyrir nokkrum árum, og sá þá að mér fór liturinn svo sem ekki illa, en ég klæðist ekki bleiku af einhverjum hugsjónum. Ég á fáeinar flíkur og fer í þær þegar nauðsyn krefur, eða ef allt annað er í þvottakörfunni.

Varðandi kvenréttindi, þá er ég ekki þjökuð af því að ég sé undirokuð, lítilsvirt eða niðurbrotin svona dags daglega. Auðvitað væri gott að fá meira kaup, en hver vill það ekki. Og ég er ekki viss um að ég fengi neitt meira þó ég væri yfirlýstur femínist, eða sósíalisti, eð bara píanisti. 

Það er líka nóg af kjarnakvenfólki sem lifir fyrir málstaðinn og gangi þeim vel.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Til hamingju með daginn bleika kona...þú ert það allavega í mynd hér til hliðar.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 19.6.2007 kl. 17:18

2 identicon

Velkomin frá Englandi. Ég var einmitt smástund að kveikja á mbl.is. ekki alveg tengd Við Bryndís komum af pæjumóti á laugardagskvöldið með Herjólfi, frekar þreyttar en ánægðar. 

Kristjana (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 21:56

3 Smámynd: Josiha

Hehehe...þú ert nú í bleikum bol á höfundamyndinni

Annars höfum við oft lent í því að fólk heldur að Dýrleif Nanna sé strákur þó að hún sé með bleika húfu eða í einhverju bleiku. Fólk er svo fyndið

Josiha, 20.6.2007 kl. 01:57

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þessi mynd var líka tekin þegar ég hafði ekki sett í vél í þrjár vikur.

Helga R. Einarsdóttir, 20.6.2007 kl. 09:45

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já þú ert í bleikum bol  á myndinni og fer hann þér vel.  Gott að vera enginn isti. Sammála þér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.6.2007 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband