En ég er samt í fríi

Ég veit ekki um alla félaga mína, en ég hef alveg fullt að gera í þessu svonefnda sumarfríi. Vikuna fyrir 17. var ég á hvolfi úti í garði og tókst að ljúka því sem sést frá götunni - sem betur fer hélt ég - þegar ég las í dagskránni að skrúðgangan myndi fara hér hjá garði.  Svo rann upp sá merki dagur, bjartur og fagur.  En þar sem ég fylgdist spennt með göngunni, sem fróðir segja að hafi aldrei verið fjölmennari, sá ég ekki að nokkur kjaftur hefði áhuga á því sem var hér innan lóðamarka.

Ég þóttist vera að fylgjast með sonardætrum mínum,  en horfði auðvitað útundan mér á göngufólkið, til að sjá hver áhrif  þessi dæmalaust snyrtilegi garður hefði á það. En nei takk aðeins tveir eða þrír litu í áttina, afkomendur og náskyldir, til að gá hvort við værum heima og hægt að kíkja inn á eftir. Enginn áhugi fyrir blómum eða trjám, illgresi eða ekki - skiptir ekki máli. Blöðrur og barnavagnar var það sem fólkið hafði hugann við og hefði liklega verið allt í lagi að fara venjulegu leiðina og jafnvel yfir rústirnar í miðbænum, það hefði enginn tekið eftir því.

Ein ferlega sár!  Nei nei - ég er í góðu lagi og bara ánægð með að vera búin með hálfa lóðina. Nú á ég bara eftir að prikkla svona 300 trjáplöntum og umpotta annað eins, en það er á bakvið og ég get verið lengi að því. 

Á laugardag var Mýrardagurinn í sveitinni og tókst ljómandi vel. Við vorum ótrúlega mörg, en þó vantaði nærri helming. Við hreinsuðum mikið af gömlu rusli og svo var sagað og snyrt heilmikið af skóginum. Þar er þó eftir verkefni til margra laugardaga. 

Í dag gerði ég hins vegar það sem þurfti inni og fór í búð og svol. Svo í kvöld fór ég að útbúa léttar veitingar fyrir aðalfund karlakórsins.  Nú fer ég bakvið hús að dunda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel í garðinum.

Ninna (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 09:40

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Nóg að gera í garðinum. Og nú ert þú líka komin heim frá Engalndi. Vonandi var gaman þar. Lít seinna á hvað þú hefur bloggað á meðan ég var í burtu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.6.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband