15.6.2007 | 18:59
Hvað er svona merkilegt við það - að vera meðhjálpari?
Það hafa margir sinnt þessu starfi í kirkjunni okkar undanfarin ár en ég hef aldrei séð neitt um það í blöðum fyrr. Ekki einu sinni staðarblöðum, hvað þá dagblöðum á landsvísu. Samt hefur það fólk sinnt sínu starfi af stakri prýði, sumir árum saman. En nú, þegar Eyþór Arnalds stígur á stokk, hefur presturinn greinilega haft samband við fjölmiðlaflóruna alla. Er ekki ljótt að gera svona upp á milli manna?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og takk fyrir síðast. Er þetta einhver spurning um Jón og séra Jón? Komin í Kastljósið og allt.
María frá Íslandi (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 22:59
Hæ María - gaman að sjá þig, takk fyrir síðast. Já ég er hrædd um að það séu ekki allir Jónar undir sama hatti. En ekki ætla ég nú endilega að kenna prestinum það. Jónar geta víst komið svona á framfæri sjálfir.
En bara að þú vitir það, ég ætla að breyta eftirnafninu aðeins, "von Iceland" , finnst þér það ekki flottara? kv.
Helga R. Einarsdóttir, 15.6.2007 kl. 23:42
Já... það er greinilega ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón... Svona er þetta bara...
Ninna (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 02:06
Góð pæling. Etv. er skýringin sú að meðhjálparinn keyrði á ljósastaur fyrir uþb. 14 mánuðum síðan.
Sigurpáll (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 21:34
Hann fær prik...eða staur hjá Guði
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 17.6.2007 kl. 22:44
Bwahahaha, já Gugga, það er rétt hjá þér ;)
Ninna (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 16:49
Ég dreifi ekki vinum mínum um alla heimsbyggðina Björgvin - og ég á eftir að velja það sem verður sett í jólabókin. Hafðu það sem best kv.
Helga R. Einarsdóttir, 18.6.2007 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.