15.6.2007 | 09:22
Svona var það í stríðinu
það er eins gott að ég er búin að taka til á lóðinni, alla vega þeim hluta sem snýr að götunni, Skrúðgangan á að fara um Rauðholtið á þjóðhátíðardaginn. Fyrir mörgum árum gerðist þetta oft og ég man að þá var mikið í húfi hjá okkur að hafa allt sem snyrtilegast. Á síðari árum hefur svo aðallega verið farið um miðbæinn sem nú er í rúst svo ófært er að ganga um. Satt að segja er aðkoman yfir Ölfusárbrú líkust því sem maður ímyndar sér Berlín í seinna stríðinu. Allt í rúst.
Þegar við komum frá Bretlandi seint á mánudagskvöld voru margir farnir að dotta í rútunni, enda leiðin löng sem farin var þann dag. En þegar við komum á brúna blasti við það sem gerst hafði í fjarveru okkar og allir voru glaðvakandi um leið. Krónan fallin! Einstök heppni að við vorum búin að ljúka öllum gjaldeyrisviðskiptum vegna ferðarinnar.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vildi bara kvitta fyrir mig, og segja þér hvað ég hef einstaklega gaman af dritinu þínu.
Ninna (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 09:24
Takk Ninna mín, ertu svona snemma á fótum?
Helga R. Einarsdóttir, 15.6.2007 kl. 11:24
Hehehehe...fyndið
Josiha, 15.6.2007 kl. 12:10
mmmm. var að vakna eftir vinnuna núna er ekki eins og Ninna
Zóphonías, 15.6.2007 kl. 17:32
Já auðvitað, ég fer alltaf á fætur kl. 6! Hehe nei ekki alveg. Ég vakna yfirleitt um 8-hálf9, gott að þurfa ekki að mæta í vinnuna fyrr en kl. 10. ;)
Ninna (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.