14.6.2007 | 11:53
Ég málaði lifandi kónguló!
Óóóóó mæ god! Það var ekki viljandi. Ég var sem sagt úti í garði að taka til í morgun (og er enn) og meðal annars sem ég þurfti að gera var að sprauta tvo hluti með silfurspreyi. Annað er mjólkurbrúsinn sem ég sótti mjólkina í upp að Hvammi þegar ég var tíu ára, en hitt er skilvinda, líklega frá ca. 1936, en hana grófu börnin mín up úr gamalli fjárhústóft á sjöunda áratug síðustu aldar. -- Hugsa sér hvað þessi börn eru orðin gömul -- ekki ég.
Þessi skilvinda er búin til í Finnlandi og alveg rosalega þung, alla vega 10 - 15 kíló. Þessu drösluðu þau með sér heim einhverja tvo eða þrjá kílómetra og voru þá um eða innan við tíu ára gömul. En þarna komu þau með gersemi sem seint verður metin til fjár. Ég geymi hana af því þau búa nú hvort á sínum stað. Ég var að spreyja skilvinduna þegar ég tók eftir kónguló sem kom skríðandi undan blaðinu sem ég hafði undir, og ég var alveg óvart búin að sprauta á hana áður en ég tók eftir. Hún varð alveg rosalega flott og ég hugsaði að ef hún myndi nú deyja þarna fyrir framan mig myndi ég taka hana og búa mér til hálsmen, hún var alveg mátulega stór til þess. En ekki varð það nú. Hún skreið bara í burtu og hvarf í grasið. Get ég nú átt von á því að kóngulóastofninn í lóðinni hjá mér taki stökkbreytingu og verði silfurlitaður? Ekki væri það nú slæmt.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úúúú Lóló verður í silfurdiskógalla um helgina
...gellan!
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 14.6.2007 kl. 20:05
Þær yrðu þá skrautlegar í garðinum hjá þér og allir nágrannarnir yrðu geðveikt abbó út í þig því þú yrðir sú eina með svona flottar köngulær... Hehe... Velkomin heim annars! ;)
Ninna (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.