Og svo er ég bara farin

Í fyrramálið ætla ég að telja nokkrar dönskubækur og svo kveð ég bekkjarsystkinin mín kl. 10.00. Eftir það fer ég aftur í kjallarann og færi síðustu tölur í bókatalningunni inn á skólabókatíðindi ársins.

Auðvitað verð ég ekkert ein við þetta, við verðum væntanlega allar í kjallaranum af því við höfum lítið annað að gera þegar búið er að senda krakkana aftur heim. Þá getum við gert áætlanir um athafnir okkar og afrek næstu daga hjá breskum.

Ég veit ekki hvort mér tekst að senda lýsingar af ferðinni netleiðis á undan mér heim, en vonandi verður bara gaman. Við leggjum í hann kl.13.15 á morgun og lendum í Manchester eftir myrkur þar í landi. Bless.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Góða ferð Helga mín og skemmtu þér vel.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.6.2007 kl. 22:46

2 Smámynd: GK

Góða ferð, mútta! Ekki missa þig í bjórnum!  

GK, 4.6.2007 kl. 00:09

3 Smámynd: Josiha

Elsku Helga, mín ástkæra tengdamóðir. Góða ferð og skemmtu þér alveg ofsalega vel. Er strax farin að sakna þín. Finnst voða leiðinlegt að geta ekki hvatt þig í eigin persónu. En það er betra að gera þetta svona...svo að þú verðir ekki lasin í útlandinu. Hlakka til að sjá þig aftur. Dýrleifu Nönnu hlakkar líka til að sjá ömmu sína  Bless bless.

Josiha, 4.6.2007 kl. 00:11

4 Smámynd: GK

Hva? Af hverju ætlar þú að fara að hvetja hana móður mína? Hún er alveg nógu dugleg...

GK, 4.6.2007 kl. 00:15

5 Smámynd: Josiha

Kvatt...ó mæ!

Josiha, 4.6.2007 kl. 00:45

7 identicon

Góða ferð og góða skemmtun í útlandinu.

Jóhanna: Dýrleif Nanna hlakkar til... (ég hlakka til, ekki mér!) Sorry, varð bara að koma þessu á framfæri... 

Ninna (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 03:21

8 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk fyrir allar þessar góðu kveðjur. Og Ninna, það er gott að einhver lítur eftir málfarinu á meðan ég er í burtu. kv. og knús til ykkar allra.

Helga R. Einarsdóttir, 4.6.2007 kl. 08:05

9 Smámynd: Josiha

Okei, ég er hætt að kommenta

Josiha, 4.6.2007 kl. 11:38

10 identicon

Hehe sorry...

Ninna (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 20:20

11 Smámynd: Zóphonías

Málfræðimyndlingar eruð þið!!!!!

Skemmtu þér vel Helga mín og svipastu eftir mér í Flugstöðinni á morgun ég er líka í morgunflugi;=

Zóphonías, 4.6.2007 kl. 21:55

12 Smámynd: GK

Dýrleif Nanna hlakkar til? Ertu að grínast Ninna?

GK, 4.6.2007 kl. 23:19

13 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Ég myndi halda...eða segja :" hana Dýrleifu Nönnu hlakkar til að sjá ömmu sína"

Stupid me

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 5.6.2007 kl. 00:57

14 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Söfnum kommentum handa gömlu,þannig að þau séu ógó mörg þegar hún kemur

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 5.6.2007 kl. 00:58

15 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

hun getur nu hjalpad til sjalf -- ha ha .

Helga R. Einarsdóttir, 5.6.2007 kl. 12:49

16 identicon

Nei Gugga, ég útskrifaðist sko ekki af málabraut fyrir ekki neitt!

Hún Dýrleif Nanna hlakkar til er eins og að segja ÉG hlakka til.

Ef þú segir HANA hlakkar til, þá er eins og þú sért að segja MIG hlakkar til.

Ég/þú/hún/hann hlakkar til.

Shoot me if I´m wrong...

Ninna (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 00:31

17 identicon

Ok, ég er nörd.... en ég er svo eager í því að hafa alltaf rétt fyrir mér svo ég skellti mér á google og fór þaðan inn á Vísindavef HÍ.

Fann þar: Algengustu málfarsvillur í íslensku

Og þar var langur texti en þessi klausa vakti athygli mína:


Algengt er að benda á sagnirnar langa og hlakka. Margir nota þágufall með sögninni langa í stað þolfalls, það er segja mér/þér/honum/henni langar í stað mig/þig/hann/hana langar. Svipuðu máli gegnir með sögnina hlakka. Í stað þess að nota hana með nefnifalli, það er ég/þú/hann/hún hlakkar, er hún notuð ýmist með þolfalli, mig/þig/hann/hana hlakkar eða oftar með þágufalli, mér/þér/henni/honum hlakkar.

Og hananú! 

Ninna (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband