2.6.2007 | 23:08
Það er grasveður
Loksins, ég var farin að hafa áhyggjur af gróðrinum, það var enga framför að sjá langa lengi. En svo fórum við í dag til Reykjavíkur og þegar við komum aftur heim var allt rennandi blautt og ég get svarið það að grasið á blettinum hafði vaxið svo sýnilegt var.
Í gær var ég við útskrift tíunda bekkjar, hundrað krakkar kvöddu skólann okkar í þetta sinn. Ég fer alltaf á þessa athöfn þó ég þurfi þess ekkert endilega, mér bara finnst gaman að sjá þau svona fín og falleg. Eins og vinkona mín og vinnufélagi sagði svo réttilega í gær " það er alveg merkilegt hvað manni getur þótt vænt um börn sem eitthvert ókunnugt fólk á".
En við höfum líka verið með þeim mörgum frá því í fyrsta bekk, alla virka daga hvern einasta vetur og reyndar nú orðið frá því síðla sumars og fram á sólbjart vorið. Án þess að meina nokkuð misjafnt gæti ég trúað að einhver börn séu með okkur lengur en foreldrunum yfir skólamánuðina. Það er ekkert skrýtið að okkur þyki vænt um þau.
Í dag fór ég svo til Ingibjargar og keypti sumarblómin, áttatíu stykki í þessari ferð og verða sjálfsagt fleiri áður en lýkur. Ég ætla bara að reyna að koma þessu niður áður en ég fer út á mánudag. það er af sem áður var þegar ég var með söluna sjálf og gat bara tínt plöntur í beð eftir því sem ég hafði tíma til. Reyndi þá að vísu alltaf að vera búin að koma öllu niður áður en salan byrjaði fyrir alvöru.
Svo vorum við síðdegis hjá systrunum á Hraunteig af því foreldrarnir fóru í brúðkaup. Það var bullandi þoka á heiðinni á heimleiðinni..
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki dropi í Leynigarði í dag
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 3.6.2007 kl. 00:00
Skil svo vel hvað þú átt við ... þessi tilfinning á vorin þegar allir koma uppábúnir til síðustu samverustundar vetrarins. Ég fæ enn kökk í hálsinn og tár í augun þegar kveðjustundin rennur upp. Á hverju ári. Í 20 ár. Merkilegt þetta tilfinningalíf.
Sigþrúður Harðardóttir, 3.6.2007 kl. 10:47
Líklega höfum við ekki verið samtímis hjá Ingibjörgu en það hefði nú verið fyndið.
Ég er nú ekki hissa þó þér finnist þú eiga dálítið í útskriftarbörnunum.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.6.2007 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.