30.5.2007 | 22:26
Þá flýg ég út í heiminn
Það styttist "óð-fluga". Á morgun förum við í ferð í Krýsuvík og dúkum svo borðin. Á föstudag förum við í umbunarferð á Stokkseyri, við eigum að fara í kajakasiglingu. Ég veit nú ekki alveg hvort ég fer á flot. Eftir það gerum við klárt fyrir útskrift 10. bekkjar, leggjum á borðin og gerum rosalega fínt. Svo förum við niður í kjallara með það sem eftir er af bókum, teljum og færum til skráningar í "bókatíðindum" ársins. Miðað við fjölda krakka í skólanum er ekki ólíklegt að við séum búnar að ganga frá og telja þarna á fjórða þúsund bækur. Um helgina þarf svo að undirbúa "fráhvarf" fjöldamargra húsmæðra á Selfossi. Á mánudaginn, þegar við erum búin að ganga aftur frá öllum borðunum og stólunum eftir veisluna á föstudagskvöldið, og allir krakkar hafa fengið einkunablöðin sín, þá förum við skólafólkið í ferðalag til Bretlands. Með aðsetur í Leeds og Manchester. Það verður vonandi hægt að hvíla sig þar?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvíla sig. Ég vona bara að þú skemmtir þér vel. Það er nú helfur betur mikið um að vera hjá þér núna.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.5.2007 kl. 22:41
Góða skemmtun í úgglöndum... þegar þar að kemur ;)
Ninna (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 00:05
Auðvitað ferðu á flot! Það væri bara geggjað
, kannski finnur þú" þitt innra sjálf "og ferð að selja kajakferðir á tjörninni hans Ödda.
Ég skal svo hugsa vel um kallinn ef ég verð vör við frákvarfseinkenni
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 31.5.2007 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.