26.5.2007 | 22:47
"Það er þjóðlegur siður, að stinga útsæðinu niður"
Við fórum í dag og settum kartöflurnar niður í mýrinni. Auðvitað setur enginn óvitlaus maður kartöflur niður í mýri, en mýrin okkar var þurrkuð upp fyrir langa löngu og er nú skógi vaxið land með góðum blettum fyrir kartöflur eða annað sem okkur dettur í hug að stinga þar niður.
Erla og Vilberg komu líka og settu sínar niður og Guðbjörg og Lalli voru að vinna í bústaðnum. Haddi og fjölskylda voru að undibúa fyrir sitt hús í Miðgarði og Öddi og Hrönn komu svo og stikuðu út fyrir sínu. Það er allt í gangi þarna núna. Við fórum svo í Gamla-Garð og tókum aðeins til eftir veturinn, helltum á könnuna og svol. Guðbjörg var að bera á spýtur við Leynigarð þegar við fórum heim. Þar er allt að verða rosalega fínt.
Við fengum svo síðdegis litla stúlku í heimsókn og gistingu. Hún heitir Una og vinkaði bless á ömmu sína þegar hún var búin að fá pelann sinn í rúmið.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lífið er yndislegt...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 26.5.2007 kl. 23:11
En gaman að fá svona stúlku í heimsókn og gefa henni pela. Hljómar vel þetta með kartöflugarðinn.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.5.2007 kl. 21:09
Langt síðan ég hef komið. Kvitt kvitt
Kristjana (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.