Fyrsta "stóra" ferðahelgin

Svona er Hvítasunnuhelgin kynnt fyrir okkur í þetta sinn eins og svo oft áður.  Og ótrúlega erum við mörg sem látum að stjórn, þeirra sem kalla sem hæst. "Út út - bara eitthvað út í rokið og frostið". "Nógu langt að heiman, svo þið þurfið að vera sem lengst úti á einbreiðu slóðunum með hjólhýsin, tjaldvagnana, fellihýsin og húsbílana". "Verst að það var búið að skikka ykkur til að taka vetrardekkin undan, það snjóar nefnilega um allt norðan, vestan og austanvert landið". "En farið samt, endilega drífið ykkur af stað!"

Og við förum, eins og alltaf látum við teyma okkur á asnaeyrunum út í buskann, þó að  undir niðri vitum við að miklu væri notalegra að kúra heima í sófanum.

Við vorum að koma úr bænum áðan. Skruppum eftir vinnu í smá búðarferð og svo heimsókn á Hraunteig. Á hemleiðinni fór það ekki fram hjá neinum að "útkallið" hefur heppnast fullkomlega í þetta sinn.  Við Rauðavatn geystist fram úr okkur húsbíllinn Faxi, hann fór greitt og var horfinn skömmu seinna. Nú var fyrir framan okkur jepplingur með Húsasmiðjukerru aftaní. Kerran var þunghlaðin timbri og svo var þar líka grill eitt gríðarstórt. Þarna urðum við að fara framúr við fyrsta tækifæri, enda léttfær mjög, kerrulaus með öllu.

Á Sandskeiðinu geystist fram úr okkur ofurjeppi af stærstu gerð, með öllum fylgihlutum og  mögulegum viðbótum. Skammarlegt að ég kann ekki á honum nafnið. Aftaní þessum dýrgrip skoppaði pínulítil kerra, hún hefði jafnvel verið í minna lagi fyrir Willys´46. Ekki sá ég innihald kerrunnar, yfirbreiðsla blakti yfir henni og allt um kring og ég efast um að hún hafi tollað á upp fyrir Hveradali. En það sá ég ekki þar sem gandreiðin var horfin á einni svipstundu. Nú vorum við stödd á milli nokkurra hjól og fellihýsa og lítið að gera annað en að fylgja lestinni. Flest fóru þau þó nokkuð greitt og hurfu frá okkur, en svo fórum við líka framúr einhverjum.

Á miðri Hellisheiði vorum við allt í einu komin með nýtt undur fyrir framan okkur. Fólksbíll í minna lagi með heljarstóra kerru, járnslegna en ekki frá Húsasmiðjunni. Hún var stærri en nokkur kerra sem þeir eiga þar.  Og hún var með háum "hrútagrindum". Við sáum engan bíl á undan kerrunni, hann var svo lítill. En auðvitað hlaut það að vera bíll sem dró.

Í þessari kerru var eitt lítið barnarúm, bara nokkuð snoturt rúm, fururúm sem vel gat verið keypt í Rúmfatalagernum. Þetta litla sæta rúm eltum við svo allt að Hveragerði, en þar beygði þessi litli duglegi bíll útúr hringtorginu. Þegar hann var horfinn tók við nýr undanfari - en - nei - kannski ekki alveg nýr. Hann Faxi, sem tók framúr við Rauðavatn hafði greinilega iðrast og hægt á svo við gætum orðið samferða. Hann fór svo fyrir alla leið á Selfoss og stoppaði við Nóatún. Það þarf alls ekki að vera leiðinlegt að keyra hér á milli. Það er ýmislegt að skoða og margt hægt að spá, alla vega á svona "stórri ferðahelgi".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Langt síðan ég hef litið hér við...

GK, 26.5.2007 kl. 02:05

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já bara ætintýri að keyra á  milli. Takk fyrirframlagið við söguna. Enn skemmti ég mér. Nú vantar bara endirinn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.5.2007 kl. 12:35

3 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Ótrúlega troðið á tjaldstæðinu á Flúðum.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 26.5.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband